Listin að sjóða egg
Það er alltaf jafn merkilegt að læra nýja hluti. Sérstaklega þegar að maður vissi ekki að nokkuð væri við kunnáttu manns að bæta, hvað þá að athuga. En hér koma nokkur góð eggjasuðuráð frá Inga Bóassyni:
Linsoðin egg
Leggið eggin varlega í pott með köldu vatni og kveikið undir. Vatnið á að fljóta yfir eggin.
Þegar suðan er komin upp er slökkt undir.
Vatninu hellt af pottinum og eggin snöggkæld með því að láta kalt vatn renna í pottinn því annars losnar skurnin ekki nógu vel frá himnunni utan um hvítuna.
Harðsoðin egg
Eins er farið að og með suðu á linsoðnum eggjum nema að eggin eru ekki tekin upp úr vatninu þegar suðan er komin upp á vatninu, heldur látin liggja í þangað til vatnið kólnar aftur.
Til að auka hitann er gott að segja smá salt í vatnið.
Til að forða því að brotið egg flæði út er gott að setja smá edik í vatnið.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Listin að sjóða egg“, Náttúran.is: 15. nóvember 2014 URL: http://nature.is/d/2012/08/18/listin-ad-sjoda-egg/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 18. ágúst 2012
breytt: 15. nóvember 2014