Rabarbari ber við himinn (Rheum rhabarbarum / Rheum x hybridum)Heiti: Krabbabaramauk

Höfundur: Úr gamalli bók/Magnús

Innihald: 2,5 lítri rabbarbari, 1 lítri krækiber, 2,5 kg sykri eða minna (!)

Aðferð: Sjóða rabbabara og sykur saman (kannski hálftíma) og þegar útlit er fyrir að sultan sé til eftir ca. 20 mín. þá er krækiberjunum skutlað út í. Eitthvað af berjunum springa, en skemmtilegast ef það næst að halda slatta þeirra ósprungnum. Flottur litur á sultunni og spennandi kúlur á svamli í sultunni!
Ef berin eru soðin of lengi, verður maukið/sultan ljómandi góð, en þá verður maður að þola gróft berjahratið sem er ekkert sérstaklega spennandi.

Um uppskriftina: Las þetta í gamalli uppskriftabók. Eina nýjungin er nafnið!

Krækilyng (Empetrum)Uppskriftasöfnunin hér á Náttúrunni tekur við öllu sem þér finnst spennandi. Sendu okkur uppskrift á natturan@natturan.is.

Sérstaklega áhugavert er að fá uppskriftir sem innihalda hráefni úr náttúru Íslands.

Ljósmyndir: Efri myndin er af rabarbarastönglum og sú neðri af krækiberjalyngi, krökktu af krækiberjum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.


-

Birt:
10. ágúst 2014
Höfundur:
Magnús
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Magnús „Krabbabaramauk“, Náttúran.is: 10. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/krabbaramauk/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 10. ágúst 2014

Skilaboð: