Birki- og mjaðurtar - bað og nuddolía, góð fyrir liðamótin

Mjaðurt lögð til þurrkunar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Innihald:       
Birkilauf  2/3 hluti
Mjaðurt 1/3 hluti   
Ólífuolía 2/3 full krukka
Rósmarín kjarnaolía, nokkrir dropar

Til gerðar þarf:
Ílát: Góðan pott og skál
Verkfæri: Sleif, hníf og skurðarbretti

Nýttir plöntuhlutar: Laufið af birkinu og blómið af mjaðurtinni skorið smátt   
Tími söfnunar: Birkið tínt af heilbrigðum plöntum, helst ný lauf* og óskemmd, blómin af mjaðurtinni.
Ílát: Glerílát       

Birki. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ólífuolían er hituð í vatnsbaði og smáttskorin mjaðurt og birki sett í krukkuna með heitri olíunni, nokkrum dropum að Rósmarín kjarnaolíu bætt í.

Látið standa í 2 vikur fyrir notkun, helst í sólríkum glugga.
Sigtið og setjið í glerílát (flösku) með góðu loki.
Gaman er að merkja flöskuna fallega með nafni og uppskriftinni eða innihaldslýsingu, dagsetningu og binda birki- og mjaðurtargrein á flöskustútinn og gefa þeim sem þér þykir vænt um.

*Ef tínt er að vori verður að notast við þurrkaða mjaðurt frá fyrra ári mjaðurtin blómstrar ekki fyrr en upp úr miðjum júlí.

Ljósmyndir: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
28. júlí 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Christian Osika, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Birki- og mjaðurtarolía“, Náttúran.is: 28. júlí 2015 URL: http://nature.is/d/2010/05/21/birki-bad-og-nuddolia/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. maí 2010
breytt: 28. júlí 2015

Skilaboð: