Þann 1. janúar sl. tók gildi Reglugerð nr. 1038/2010 um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs. Náttúran.is beindi þeirri spurningu til Matvælastofnunar þ. 3. jan. sl. „hvernig eftirliti og merkingum á matvörum með erfðabreyttu innihaldi skuli háttað og hvort að enn séu á markaði vörur sem ekki hafa verið merktar skv. hinni nýju reglugerð og ef svo er, hvenær stofnunin muni innleiða merkingarskilduna og hvernig henni verði framfylgt.“.

Enn hefur ekkert svar borist nema svohljóðandi staðfesting um móttöku fyrirspurnarinnar: „Matvælastofnun hefur móttekið fyrirspurn þína og hefur hún verið send Jónínu Stefánsdóttur til úrlausnar. Ef þú ert ekki sátt/-ur við úrlausnina er það vel þegið að þú hafir samband aftur innan mánaðar.“

Náttúran telur að Matvælastofnun sem eftirlitsaðila sé skylt að hafa undirbúið innleiðingu reglugerðarnnar „fyrir“ innleiðingu hennar þ. 1. jan. sl., þannig að allar vörur með erfðabreyttu innihaldi ættu nú þegar að vera merktar á viðeigandi hátt. Svo er þó ekki eins og meðfylgjandi dæmi sanna en þær voru teknar í verslun Bónuss í Hveragerði, sú eftri þ. 30. des. sl. en sú neðri í dag þ. 5. jan. Lucky Charms, Cheerios og Cocoa Puffs pakkarnir voru með álímdum íslenskum innihaldslýsingarmiðum en ekki með upplýsingum um að þau innihaldi erfðabreytt innihald, sem þau þó sannarlega gera.

Náttúran leggur til að neytendur fylgist vel með því hvort að vörur með erfðabreyttu innihaldi séu enn í hillum matvöruverslana og ef svo er, þá tilkynna það til Matvælastofnunar. Auðvitað er ekki auðvelt að vita í hvaða vörum erfðabreytt innihald er að finna enda hefur engin fræðsla átt sér stað um það af hendi opinberra aðila.

Til að einfalda neytendum að skilja hvaða innihaldsefni„ geti verið erðfabreytt“ fékk Náttúran leyfi til að þýða tékklista yfir ósýnileg erfðabreytt innihaldsefni í matvælum úr Non GMO Shopping Guide sem The Institute for Responsible Technology og The Non GMO Project gefa út. Þú getur líka náð í App á GMO Shopping Guide síðunni en hann miðast við bandarískar aðstæður og tekur yfir vörur sem fæstar er að finna hér á landi.

Eftirfarandi innihaldsefni í matvælum geta verið erfðabreytt:

askorbínsýra (C vítamín )
Aspartam (einnig kallað
AminoSweet®, NutraSweet®, Equal Spoonful®, Canderel®, BeneVia®, E951)
lyftiduft
kanóla olía (repjuolía)
litarefnið karamel
sellulósi
sítrónusýra
kóbalamín (
B12 vítamín)
kolorósi
niðursoðin mjólk
flórsykur
maíshveiti
maísmjöl
maísmjöl
maísolía
þrúgusykur
maís-sýróp
kornsterkja
bómullarfræs-olía
sýklódextrín
systein amínósýra
dextrín
dextrósi
díasetýl
díglýseríð
erýþrítól
Jafnt og
fæðusterkja
frúktósi (allar tegundir)
glúkósi
glútamat
glútamik-sýra
glýseríð
glýserín
glýseról
glýseról mónóoleat
glýsín
hálfbeðmi
Maíssterkju-sýróp
hert sterkja
vatnsrofið grænmetisprótein
inósítól
umsnúið sýróp
inversól
umsnúinn sykur
ísóflavón
mjólkursýra
lesítín
lefsín
lýsín
malítól
malt
maltsýróp
maltkjarni
maltodextrín
maltósi
mannítól
metýlsellulósi
mjólkurduft
milo sterkja
breytt fæðusterkja
breytt sterkja
mónó og díglýseríð
mónónatríum glútamat (MSG)
Nutrasweet
einómettuð fitusýra
Fenýlanalín
fýtínsýra
einagrað prótein
sojasósa
sorbítól
sojamjöl
einangrað soja
soja lesitín
sojamjólk
sojaolía
sojaprótein
einangrað sojaprótein
sojasósa
sterkja
sterínsýra
sykur (fyrir utan hrásykur)

tamari
tempe
terijaki maríneringar
sojakjöt
þreonín
tókóferól (
E vítamín)
tófú
trehalósi
þríglýseríð
grænmetisfita
grænmetisolía
B12 vítamín
E vítamín
mysa
mysuduft
xanþan gúmmí
Poppkorn
er EKKI ERFÐABREYTT (Guði sé lof.)

Ef þú vilt sjá hvað þessi innihaldsefni heita á ensku, farðu þá grein á ensku útgáfu vefsins með því að smella hér.

Ljósmyndir: Einar Bergmundur.

Birt:
5. janúar 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hvar eru merkingarnar?“, Náttúran.is: 5. janúar 2012 URL: http://nature.is/d/2012/01/05/hvar-eru-merkingarnar/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 1. ágúst 2012

Skilaboð: