Náttúran.is hefur þróað E efna gagnagrunn í handhægt form á sérstökum vef e.natturan.is sem virkar eins og app. Þar er m.a. hægt að leita eftir þeim E aukefnum sem birtast á innihaldsmiðum umbúða, í snjallsímanum eða á spjaldtölvu í versluninni og vera þannig upplýstur um hvort að innihaldsefni eru í grænum, rauðum eða gulum flokki.

  1. Grænt efni sem eru almennt talin hættulaus eða jafnvel holl.
  2. Gult efni sem vert er að kynna sér betur og móta eigin afstöðu til.
  3. Rautt efni sem almennt eru talin varasöm eða jafnvel hættuleg.

Skoðanir eru skiptar um þessi efni og því er vert að hver fyrir sig afli sér upplýsinga og móti eigin skoðun á málinu. Það er fyrir öllu að vita hvað við látum ofan í okkur og smyrjum á húðina. Þú getur beitt skynsemi þinni og þekkingu til að velja frekar þau aukefni sem hafa jákvæð áhrif og þannig haft áhrif á markaðinn. Ef við neytendur stöndum saman, þá getum við breytt ansi miklu í veröldinni.

Skoða E efna tólið hér á vefnum.

Skoða e.natturan.is hér.

Grafík: Skjáskot af E efna tólinu á e.natturan.is.

Birt:
1. ágúst 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „E efna tól Náttúrunnar“, Náttúran.is: 1. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2012/07/29/nytt-e-efna-tol-natturunnar/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. júlí 2012
breytt: 1. ágúst 2014

Skilaboð: