Námskeið Ólafsdalsfélagsins
Ólafsdalsfélagið býður upp á áhugaverð námskeið sem munu fara fram í Ólafsdal við Gilsfjörð og í nágrenni hans - í ágúst og september n.k.
- Sölvafjara og Sushi með Rúnari Marvinssyni og Dominique Pledel
- Sápur - Sápugerð með Önnu Sigríði Gunnarsdóttur
- Lífrænt grænmeti - með Sollu í Gló og Dominique Pledel
- Eyðibýli og tóm hús á Vestfjörðum
Sölvafjara og Sushi með Rúnari Marvinssyni og Dominique Pledel
18. ágúst í Tjarnarlundi, Saurbæ
Kynnt hugmyndafræði Slowfood-hreyfingarinnar og síðan gengið í sölvafjöru við Tjaldanes. Þar eru þekktustu sölvafjörur landsins og þar söfnum við sölvum. Hráefni svæðisins, fiskmeti, grænmeti og söl, nýtt til sushi– og súpugerðar sem Meistarakokkurinn leiðbeinir um – og að lokum njótum við þessa alls í dýrðarinnar máltíð.
Leiðbeinendur:
Rúnar Marvinsson meistarakokkur, Dominique Pledel, Slowfood Reykjavík
Fjöldi kennslustunda: 5
Fjöldi þátttakenda: hámark 20 fullorðnir
Námskeiðsgjald: kr. 8.700 f. fullorðinn,1.000 fyrir barn
fjölskylduafsláttur
Ólafsdalsfélagið í samvinnu Slowfood Reykjavík, Dalabyggð, Þörungaverksmiðjuna Reykhólum, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Þjóðfræðistofu
Skráning: olafsdalur@gmail.com Fjölskylduafsláttur
Vinsamlega skráið nafn, kennitölu, fullt heimilisfang, síma og netfang
Nánari upplýsingar www.olafsdalur.is og sími 896 1930
Nánar um hin námskeiðin þrjú hér að neðan:
Eyðibýli og tóm hús á Vestfjörðum
12. ágúst kl. 17:00 í Ólafsdal (Ólafsdalsdagurinn)
Verkefnið Eyðibýli á Íslandi er rannsókn á eyðibýlum og yfirgefnum húsum.
Sigbjörn Kjartansson arkitekt, Gísli Sverrir Árnason menningarráðgjafi og Steinunn Eik Egilsdóttir BA í arkitektúr kynna verkefnið.
Verkefnið hófst með skráningu á húsum í Austur- Skaftafellssýslu, Vestur- Skaftafellssýslu og Rangárvallarsýslu sumarið 2011. Staða mála á Vesturlandi / Vestfjörðum.
Á fyrirlestrinum verður kynna forsvarsmenn verkefnisins verkefnið en markmið þess er meðal annars að rannsaka og meta menningarlegt mikilvægi eyðibýla og yfirgefinna húsa á Íslandi. Rannsóknin byggist á vettvangsferðum, heimildaöflun, úrvinnslu gagna, kynningu og útgáfu. Menningarlegt vægi verkefnisins felst ekki síst í því að safna saman upplýsingum um eyðibýli og yfirgefin hús, skrásetja þau og skoða varðveislu- og nýtingarmöguleika þeirra. Nýsköpunargildi verkefnisins liggur meðal annars í varðveislu gamalla húsa, frekari rannsóknum á þeim, uppgerð þeirra og að koma þeim aftur í not, til dæmis með því að nýta þau í ferðaþjónustu og að gefa ferðamönnum kost á að dvelja í uppgerðu yfirgefnu húsi.
Allir velkomnir!
Skráning á olafsdalur@gmail.com
http://lhi.is/event/eydibyli-islandi/
Sápur - Sápugerð með Önnu Sigríði Gunnarsdóttur
26. ágúst kl. 14:00 – 17:00 í Tjarnarlundi, Saurbæ
Langömmur okkar og langafar kunnu að gera sér nærandi ilmsápur, við getum líka lært það!
Kynning og sýnikennsla. Á námskeiðinu verða kynntar kveikjur og innblástur til sápugerðar, einfaldar aðferðir, tæki, tól og aðstaða, sem þarf til að steypa sápur til heimilisnota. Við notum ilmandi jurtir úr náttúrunni, þara úr Breiðafirði og heyrum af ýmsum skemmtilegum möguleikum.
Opið öllum sem áhuga hafa á sápum, góðum ilm og heimilisiðnaði, því sápur er hægt að steypa sér til ánægju og yndisauka.
Sápugerð er ekki síst fyrir þá sem þykir gaman að leika sér og hafa áhuga á að kynnast vönduðu en nærtæku hráefni og að verða sér meðvitaðri um gæði og hollustu.
Þátttakendur fá með sér nýsteypta sápur og leiðbeiningar.
Leiðbeinendur:
Anna Sigríður Gunnarsdóttir og Dominique Pledel, Slowfood Reykjavík
Fjöldi nemenda hámark 20
Fjöldi kennslustunda: 3
Námskeiðsgjald: kr. 6.700
Ólafsdalsfélagið í samvinnu við Dalabyggð, Slowfood Reykjavík og Þörungaverksmiðjuna, Reykhólum
Skráning: olafsdalur@gmail.com
Vinsamlega skráið nafn, kennitölu, fulltheimilisfang, síma og netfang
Nánari upplýsingar www.olafsdalur.is og sími 896 1930
Lífrænt grænmeti - með Sollu í Gló og Dominique Pledel
1. september kl. 14:00 í Tjarnarlundi, Saurbæ
Lífrænt ræktað grænmeti og krydd. Gildi og nýting lífræns grænmetis, fyrir umhverfið og mannslíkamann. Solla (Sólveig Ársælsdóttir í GLÓ (og Grænum kosti) sjá : www.glo.is segir frá og sýnir okkur hvernig hún býr til gómsæta rétti úr lífrænt ræktaða grænmetinu og kryddinu úr matjurta- og kryddgörðunum í Ólafsdal. Innifalið í námskeiðinu er létt máltíð, og við fáum með okkur leiðbeiningar.
Dominique Pledel kynnir Slowfood hreyfinguna.
Leiðbeinendur:
Sólveig Eiríksdóttir, Gló og Dominique Pledel, Slowfood Reykjavík
Hámark þátttakenda: 20 fullorðnir
Fjöldi kennslustunda: 5
Námskeiðsgjald: 8.700 f. fullorðinn, 1.000 fyrir barn
Fjölskylduafsláttur
Ólafsdalsfélagið í samvinnu við Gló, Slowfood Reykjavík og Dalabyggð
Skráning: olafsdalur@gmail.com Fjölskylduafsláttur
Vinsamlega skráið nafn, kennitölu, fullt heimilisfang, síma og netfang
Nánari upplýsingar www.olafsdalur.is og sími 896 1930
Grjót- og torfhleðsla í Ólafsdal við Gilsfjörð
Tveggja daga námskeið 1. og 2. september
Helgarnámskeið í Ólafsdal fyrir 15 nemendur hámark.
Á sínum tíma voru í Ólafsdalsskólanum hlaðnir umfangsmiklir grjótgarðar um tún, en einnig falleg tröð heim að húsunum og hlaðnir veggir útihúsa. Á námskeiðinu verður hlaðinn veggur úr tofi og grjóti, en jafnframt sýnd handtök við endurhleðslu/viðgerð á gömlum vegg.
Leiðbeinandi: Ari Óskar Jóhannesson
Fjöldikennslustunda: 2 x 8
Námskeiðsgjald: 25.000
Kostnaður vegna gistingar & fæði ekki innifalinn
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Námskeið Ólafsdalsfélagsins“, Náttúran.is: 24. júlí 2012 URL: http://nature.is/d/2012/07/24/namskeid-olafsdalsfelagsins/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 25. júlí 2012