Hjörtur Benediktsson og Helga Hjartardóttir opnuðu grænmetismarkað sinn á bílastæði Leikfélags Hveragerðis við hliðina á gamla Eden þ. 13. júlí sl. Þetta er þriðja árið sem þau fegðin slá upp grænmeitsmarkaði í Hveragerði.

Opið er allar helgar fram á haust; föstudaga kl. 14:00-18:00 og laugardaga og sunnudaga kl. 12:00 - 18:00.

Nýtt grænmeti úr gróðurhúsum og nýupptekið útigrænmeti er í boði um leið og það þroskast. Tómatar, gúrkur, paprika, salat, kál, rófur, gulrætur, kartöflur, hnúðkál, púrra, sellerí o.fl. Hjörtur ræktar nær allt grænmetið sjálfur að Hjallakróki í Ölfusi.

Sjá Grænmetismarkaðinn í Hveragerði hér á Grænum síðum.

Ljósmynd: Grænmetismarkaðurinn í Hveragerði, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
22. júlí 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Grænmetismarkaðurinn í Hveragerði“, Náttúran.is: 22. júlí 2012 URL: http://nature.is/d/2012/07/22/graenmetismarkadurinn-i-hveragerdi/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 23. júlí 2012

Skilaboð: