Apple snýr baki við umhverfisvottun og hættir svo við
Í frétt á treehugger.com frá 9. júlí 2012 segir:
„Í síðustu viku tilkynnti Electronic Product Environmental Assessment Tool (EPEAT), sem er vottunarverkefni fyrir raftæki sem krefst þess að fyrirtæki sem taka þátt uppfylli vissa umhverfisstaðla, að Apple hefði tekið allar 39 tegundir af fartölvum sínum, skjám og hefðbundnum tölvum sem höfðu verið vottaðar, út úr verkefninu (verkefnið nær ekki ennþá til færanlegrar tækni eins og iPhone og iPad). Sjá tilkynninguna hér. Með því að draga sig út úr vottunarverkefninu gerir Apple það ómögulegt fyrir alríkisstjórn Bandaríkjanna og stofnanir hennar að kaupa Apple tölvur, þar sem þess er krafist að 95 prósent af öllum tölvubúnaði sem alríkisstjórnin kaupir sé EPEAT vottaður.
Að hanna vöruna í áttina frá umhverfisstöðlum
„Apple sagði að hönnunarstefna þeirra samræmdist ekki lengur kröfum EPEAT,“ sagði Robert Frisbee, framkvæmdastjóri EPEAT. „Þeir voru mikilvægir stuðningsmenn og við erum vonsvikin að Apple vill ekki að vörur þeirra séu mældar með þessum staðli lengur.“
Eins og iFixit.com upplýsir þá er, "EPEAT hannað til að draga úr neikvæðum umhverfis- og félagslegum áhrifum framleiðslu rafeindatækja, með því að krefjast þess að vörurnar uppfylli skilyrði átta umhverfisflokka, þar með talið um líftíma vörunnar, eiturefni, og endurvinnanleika íhluta og pakkninga."
Apple snýr baki við auðveldri endurvinnslu
Ein stór krafa sem er fólgin í EPEAT vottuninni er að það verður að vera hægt að taka vöruna auðveldlega í sundur með almennum endurvinnslutækjum. Eins og við höfum upplýst , komst iFixit.com að því að hin nýja MacBook Pro sem er með sjónhimnuskjá, er þannig gerð, að það er næstum ómögulegt að taka hana í sundur, sem er nauðsynlegt bæði til viðgerða og endurvinnslu. Í staðinn fyrir að nota skrúfur, notar Apple nú iðnaðarlím til að halda rafhlöðunni og skjánum á sínum stað.
„Ef rafhlaðan er límd við tölvuhylkið þýðir það að þú getur ekki endurunnið hylkið og þú getur ekki heldur endurunnið rafhlöðuna,“ sagði Frisbee. Hann sagði að hin nýja MacBook Pro með sjónhimnuskjá, hefði ekki fengið vottun hjá fyrirtækinu.
Það er mikilvægt að nefna, að á meðan ný hönnun gerir það erfitt, ef ekki ómögulegt fyrir margar endurvinnslustöðvar að taka vörur Apple í sundur, þá hefur Apple starfandi sitt eigið endurvinnslukerfi. Eins og þú getur lesið á vefsíðu Apple, þá er fyrirtækið með langtímasamning við Sims Recycling endurvinnslufyrirtækið, sem hefur þá líklega þau tæki sem eru nauðsynleg til að taka vörur Apple í sundur og koma þeim í endurvinnslu. Og endurvinnsla raftækja er boðin ókeypis til allra, án tillits til þess hvaða vörumerki raftækja þú sendir inn.
En af hverju að taka allar Apple vörur út úr umhverfisvottun? Þetta þýðir að um leið og Apple einbeitir sér að því að hanna þynnri, léttari vörur, að þessi tölva er einungis fyrst af mörgum sem munu nota sterkt lím í staðinn fyrir skrúfur. Og á meðan Apple er greinilega að svara kröfum markaðarins, og við værum heimsk að vera ekki þakklát fyrir hina undraverðu þróun tölvutækninnar sem hefur gefið okkur afl og frammistöðu sem hægt er að ná fram með svona litlum tækjum, þá getum við ekki annað en talið að fyrirtæki eins og Apple sem leggur svo mikla áherslu á nýsköpun og langtímaþróun, gæti fundið út leið til að samræma bæði hönnunarstefnu sína og möguleikann á að endurvinna vörur fyrirtækisins, ef þeim fyndist það skipta miklu máli.
Hönnuð til förgunar, en ekki til þess að hægt sé að gera við hana
Þannig að á meðan það getur verið til leið til að endurvinna vörur þess, þá er það jafn mikilvægt að með því að hefja notkun á sterku lími, er fyrirtækið að gera vörur sínar þannig úr garði að það er ekki lengur hægt að gera við þær. Þó að hægt sé að hrósa gæðum og almennt löngum líftíma á Apple vörum, ef notandi getur ekki skipt um hluti eins og rafhlöðu, skjá eða aðra hluta tölvunnar þegar þeir bila eða brotna, þá er að lokum verið að knýja neytandann til að kaupa eitthvað nýtt, í stað þess að skipta einungis um einn hlut, og þetta er mikill misbrestur í umhverfismálum af hálfu Apple.
Því hefur verið slegið fram að Apple sé að vinna að því að þróa sinn eigin umhverfisstaðal. Ef það er rétt, þá munum við vissulega láta þig vita.“
Við opnun heimasíðu EPEAT í morgun birtist síðan grein eftir Robert Frisbee, framkvæmdastjóra EPEAT þar sem hann tilkynnir það að Apple hafi hætt við hætta og hafi nú sett allar 39 tegundir af fartölvum sínum, skjám og hefðbundnum tölvum sem höfðu verið vottaðar, aftur inn í verkefnið og auk þess bætt við fleiri vörutegundum. Lesa alla greinina hér.
Á heimasíðu Apple er síðan opið bréf frá Bob Mansfield þar sem hann viðurkennir að Apple hafi gert mistök með því að hætta þátttöku í EPEAT og hafi nú séð sig um hönd. Lesa alla greinina hér.
Svo virðisti sem þrýstingur frá neytendum hafi fengið Apple til að sjá villu síns vegar og snúa aftur til viðurkennds þriðja aðila umhverfisvottunarkerfis. Við getum öll glaðst yfir því og minnt okkur á að „ekkert afl er sterkara en buddan okkar, sem við stjórnum.“
Birt:
Tilvitnun:
Megan Treacy, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Apple snýr baki við umhverfisvottun og hættir svo við “, Náttúran.is: 14. júlí 2012 URL: http://nature.is/d/2012/07/14/apple-snyr-baki-vid-umhverfisvottun/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.