Leikur og nám
Leikur er nám og nám getur verið leikur. Það er þó ekki alltaf raunin, allt fer eftir því hvernig litið er á hlutina. Þetta á við hjá börnum jafnt sem fullorðnum. Börn ættu að fá að vera börn eins lengi og unnt er, helst langt fram á elliár.
6 ára börn sem sett eru niður við skrifborð (skólaborð) klukkutímunum saman fá létt sjokk ef leikinn vantar í námið.
Vandamál skólakerfisins er oftar en ekki að námið hefur verið strippað svo gersamlega og aðskilið frá leiknum að hvorki gleði né tilgangur er í því fyrir barnið.
Börnum líður best úti í náttúrunni og hljóta að læra mest um náttúruna með því að skoða hana vel. Útikennslu eru að hasla sér völl hér á landi en hefur sér langa sögu í mörgum menningarþjóðfélögum. Vont veður má oftast nær klæða af sér og ætti ekki að hamla neinum frá því að fara út í leik og rannsóknarleiðangra.
Meiri hluti skóla á Íslandi taka nú þátt í Grænfánaverkefni Landverndar. Skólar þurfa að ganga í gegnum sjö skref til að ná Grænfánanum. Skrefin sjö eru: Í skólanum starfar umhverfisnefnd, í skólanum hefur staða umhverfismála verið metin, gerð hefur verið áætlun um aðgerðir og markmið, nemendur fá fræðslu um umhverfismál, skólinn kynnir stefnu sína út á við og fær aðra með og skólinn hefur sett sér umhverfissáttmála.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Leikur og nám“, Náttúran.is: 11. júlí 2012 URL: http://nature.is/d/2007/06/25/leikur-nm/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 25. júní 2007
breytt: 13. júní 2014