Litir blóma í beðum
Grasagarður Reykjavíkur er lifandi safn undir berum himni og í garðinum eru varðveittar um 5000 tegundir plantna í átta safndeildum.
Litir blóma í beðum verður umfjöllunarefni leiðsagnar um safndeild í Grasagarðsins í Reykjavík á íslenskum safnadeginum sunnudaginn 8. júlí kl. 13:00.
Á Safnadeginum verður athyglinni beint að litanotkun blóma í beðum en í Grasagarðinum hafa verið útbúin tvö falleg fjölæringabeð með bláblómstrandi plöntum annars vegar og gulblómstrandi hins vegar.
Mæting við aðalinngang garðsins kl. 13:00. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
Leiðsögn veitir Ingunn J. Óskarsdóttir garðyrkjufræðingur.
Ljósmynd: Blátt blómabeð í Grasagarði Reykjavíkur.
Birt:
5. júlí 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Litir blóma í beðum“, Náttúran.is: 5. júlí 2012 URL: http://nature.is/d/2012/07/05/litir-bloma-i-bedum/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.