Náttúran.is vill koma á framfæri þakklæti til þeirra aðila sem stutt hafa þróun Endurvinnslukorts í formi smáforrits (apps) fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Án þeirra hefði okkur ekki verið unnt að vinna verkið og gefa forritið gjaldfrjáls áfram til almennings. Endurvinnslukortið fyrir iPhone og iPad er tilbúið og má nálgast ókeypis í App Store.

Við vonumst síðan til að fleiri af þeim rekstraraðilum sem hafa beina hagsmuni af útgáfunni sláist í hópinn og aðstoði okkur á næstu þróunarstigum, enda munum við þurfa að sinna stöðugum uppfærslum til að fylgja eftir þeirri hröðu þróun sem verða mun á tilhögun endurvinnslu í landinu á komandi árum.

Þessir aðilar styrktu Endurvinnslukorts-appið:

Umhverfisráðuneytið
Úrvinnslusjóður
Sorpa bs.
Umhverfissjóður Landsbankans
Gámaþjónustan hf.
Sorpstöð Suðurlands bs.

Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn.

Þeir sem vilja leggja verkefninu lið fyrir frekari þróun hafi samband í síma 483 1500 eða skrifi okkur á nature@nature.is.

Birt:
28. júní 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Stuðningsaðilar Endurvinnslukorts-appsins“, Náttúran.is: 28. júní 2012 URL: http://nature.is/d/2012/06/28/studningsadilar-endurvinnslukorts-apps/ [Skoðað:15. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. maí 2014

Skilaboð: