Útsýnisskífur á Íslandi á Græna Íslandskortinu
Sem hluta af þróun Græna Íslandskortsins hefur Náttúran tekið saman yfirlit yfir útsýnisskífur á Íslandi en 39 útsýnisskífur hafa nú verið skráðar og kortlagðar á Græna kortið hér á vefnum. Þrátt fyrir ítarlega leit að útsýnisskífum má vel vera að einhversstaðar á landinu leynist fleiri útsýnisskífur sem við höfum ekki fundið og væri því mikilvægt að fá upplýsingar um þær. Skrifið okkur á nature@nature.is.
Sjá flokkinn „Útsýnisstaðir“ á græna kortinu.
Grænkortaflokkurinn Útsýnisstaðir er skilgreindur á eftirfarandi hátt:
„Vinsælir staðir þar sem skoða má útsýnið með aðstoð útsýnisskífu sem sýnir nöfn á fjöllum og öðrum kennileitum“.
Mynd: Útsýnisskífan á Kambabrún. Ljósmynd: Einar Bergmundur.
Birt:
8. júní 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Útsýnisskífur á Íslandi á Græna Íslandskortinu“, Náttúran.is: 8. júní 2012 URL: http://nature.is/d/2009/10/06/utsynisskifur-islandi-graena-islandskortio/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 6. október 2009
breytt: 8. júní 2012