Sjónvarp
Sjónvarpið er hinn mesti tímaþjófur á heimilinu. Það eyðir líka einna mestri raforku.
Nýju flatskjáirnir eyða t.d. gífurlegri orku, miklu meiri en forverar þeirra túpuskjáirnir.
Nokkrar gerðir sjónvarpa eru á markaði í dag, en algengustu sjónvörpin eru Led-sjónvörp. Auk þess eru til NeoPlasma og Oled-sjónvörp. LCD og Plasma voru algengastir áður fyrr og eru enn til á markaði.
Orkunotkun tækja er skilgreind með orkumerkjum s.s. Energy Star og Evrópska orkumerkinu.
Stafrænt sjónvarp er að ryðja sér til rúms. Flest sjónvarpstæki styðja útsendingarstaðalinn DVB-T og nýjustu tækin DVB-T2. Þeir sem eiga eldri tæki (t.d. túbusjónvörp eða eldri flatskjái) þurfa nú að kaupa stafræna móttakara. Eftir því sem nýja, stafræna dreifikerfið tekur við af hliðrænu útsendingunni færist útsendingin yfir í háskerpu.
Um 10% raforkunotkunar heimilistækja fer oft á tíðum í svokallaða biðstöðu eða „Stand by" notkun. Hafa ber í huga að í biðstöðu eyða rafmagnstæki orku án notkunar. Tæki í biðstöðu skila engu til notenda nema hærri rafmagnsreikningi. Biðstaða tækja er oft kölluð rafmagnsleki enda seytlar hægt og bítandi út raforka engum til gagns. Auðveldasta leiðin til að minnka biðstöðu-notkun er að slökkva alveg á tækjum og helst að taka úr sambandi.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sjónvarp“, Náttúran.is: 25. janúar 2014 URL: http://nature.is/d/2007/06/25/sjnvarp/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 25. júní 2007
breytt: 11. janúar 2015