Nýsköpunarmiðstöð Íslands hélt ársfund sinn á Hótel Nordica í gær. Á fundinum voru sjónarmið og hugmyndir NMÍ um grænkun atvinnulífsins m.a. kynntar. Nýtt merki fyrir nýja hugsun, undir nafni Siðvistar: Siðferði og sjálfbærni, var kynnt á fundinu og bæklingur um hugmyndafræðina dreift á fundinum.

Í inngangi bæklingsins segir m.a.:

„Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur í samvinnu við íslenskt atvinnulíf unnið að mótun hugmynda um hvernig draga megi úr neikvæðum umhverfisáhrifum og stuðla þannig að grænkun atvinnulífsins.  Grænkun er skilgreind hér sem hver sú athöfn í starfi fyrirtækis eða atvinnugreinar sem dregur úr mengun. Dæmi um grænkun gæti verið hvers kyns minnkun á losun mengandi efna og gróðurhúsalofttegunda út í umhverfið og betri nýting auðlinda.
Umhverfisáhrif má t.d. mæla með því að skoða heildarlosun gróðurhúsalofttegunda.
Í þessu sambandi hefur verið notað hugtakið „kolefnisfótspor“ (e. Carbon footprint) sem eins konar myndlíking um heildaráhrif losunar gróðurhúsalofttegunda á líf okkar allra.“

Í bæklingnum er síðan fjallað um orkusparnað, byggingariðnaðinn, samgöngur og flutningar, fiskveiðar og fiskeldi, iðnað og framleiðslu, orkuvinnslu, sambýli fyrirtækja í orkufrekum iðnaði, ferðaþjónustu, landbúnað og þjónustu.

Nýr vefur Nýsköpunarmiðstöðvar var opnaður í gær.

Ljósmynd: Bæklingar sem dreift var á fundinum, annars vegar Grænkun atvinnulífsins og Samfélagsleg nýsköpun NMÍ og hins vegar Grænt Reykjavíkurkort, bæklingurinn Náttúran gefur góð ráð og spil með góðu ráði frá Náttúran.is. Ljósm. Guðrún A. Tryggvadóttir.

Graífk: Merki Siðvistar. Með Siðvist sameinast siðferðisleg og vistvæn hugsun í atvinnulífinu. Með Siðvist tengja fyrirtæki siðferði og vistfræði með það í huga að vinna að grænkun. Grænni þjónusta eða vara er unnin með siðferði og sjálfbærni að leiðarljósi.

Birt:
16. mars 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Siðvist - sjálfbærni og siðferði kynnt á ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands“, Náttúran.is: 16. mars 2012 URL: http://nature.is/d/2012/03/16/sidvist-sjalfbaerni-og-sidferdi-kynnt-arsfundi-nys/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: