Eldhúsið
Eldhúsið er einn helsti samverustaður fjölskyldunnar. Nútímaeldhúsið er mjög tæknivætt með fjölda mismunandi heimilistækja sem flest nota rafmagn. Eldhúsið er því sá staður heimilisins þar sem einna mest orkunotkun fer fram. Í eldhúsinu er hægt að spara orku, heitt og kalt vatn, og flokka sorp alveg frá grunni. Einnig skiptir máli að velja lífrænar, uppruna-, umhverfis- og/eða sanngirnisvottaðar vörur.
Eldhúsið er því nokkurs konar miðstöð heimilisins og þær ákvarðanir sem þar eru teknar hafa mikil áhrif á umhverfisstefnu heimilisins í heild.
Birt:
7. júní 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Eldhúsið“, Náttúran.is: 7. júní 2012 URL: http://nature.is/d/2007/06/22/eldhsi/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. júní 2007
breytt: 17. maí 2014