Oft eru lyf geymd í baðskápnum en hann þarf að vera nógu hátt á vegg eða læstur til að litlu mannverurnar nái ekki til þeirra. Barnalæsingar þurfa að vera á neðri skápum ef þar eru geymd lyf, hreinsivörur eða hreinlætisvörur.

Ef slys ber að höndum og lyf hafa af einhverjum ástæðum verið gleypt eða misnotuð skal leita strax til Eitrunarmiðstöðvarinnar en hún er opin allan sólarhringinn. 

Eitrunarmiðstöðin er starfrækt á Landspítala. Eitt af helstu hlutverkum hennar er að veita upplýsingar um eiturefni og ráðgjöf um viðbrögð og meðferð þegar eitranir verða. Símaþjónusta er opin öllum og veitt ráðgjöf af fagfólki allan sólarhringinn.

Upplýsingar sem gott að hafa tiltæk þegar hringt er í Eitrunarmiðstöðina?

  • Heiti efnis eða lyfs, best er að hafa umbúðirnar við höndina
  • Hvenær eitrunin átti sér stað
  • Aldur og þyngd sjúklings

Sími Eitrunarmiðstöðvarinnar er 543 2222 eða 112 í gegnum neyðarlínuna.

Gömul lyf eiga ekki heima í heimilisruslinu heldur á að fara með þau í apótek til förgunar. Þau koma þeim í réttan farveg til Efnamóttökunnar sem sér síðan um rétta förgun spilliefna og lyfja.

Birt:
8. febrúar 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Baðskápur“, Náttúran.is: 8. febrúar 2013 URL: http://nature.is/d/2007/06/21/baskpur/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. júní 2007
breytt: 13. júní 2014

Skilaboð: