Gert af Jörðu, greitt af Jörðu - Grænir dagar HÍ 2012
GAIA, félag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands stendur frá 13. mars til 16. mars (miðvikudegi til föstudags) fyrir Grænum dögum í skólanum. Markmið daganna er að vekja nemendur og nærumhverfi skólans til umhugsunar um umhverfismál.
Þema daganna í ár er „græn neysla“ en þeir eru haldnir undir slagorðinu „Made in Earth, paid by Earth“ sem gæti útlags sem „Gert af Jörðu, greitt af Jörðu.“ Meðal viðburða eru skiptifatamarkaður, kvikmyndasýning og pallborðsumræður.
Dagskráin hefst á fyrirlestri Sigurðar Eyberg um vistspor Íslands, sem byggir á lokaritgerð hans úr náminu. Niðurstöður hans benda til þess að Íslendingar séu neyslufrekasta þjóð jarðar. Þá sýnir hann brot úr heimildarmynd sem gerð var í tengslum við ritgerðina þar sem Sigurður reynir að lifa af lágmarksvistspori.
Á fimmtudag verða pallborðsumræður undir yfirskriftinni „Hver stjórnar neyslunni?“ (Who controls the consumption?) Meðal framsögumanna verða Kjartan Bollason frá Félagi íslenskra umhverfisfræðinga og Auður Nanna Baldvinsdóttir, umhverfishagfræðingur hjá Orkustofnun. Þá verða umhverfisverðlaun GAIA afhent í fyrsta sinn en þau eru veitt aðila innan Háskóla Íslands sem stuðlað hefur að aukinni umhverfisvitund innan hans.
Að auki verða fyrirlestrar frá Umhverfisstofnun um umhverfismerki, frá Slow Food samtökunum og sérstök sýning á kvikmyndinni Waste Land í Bíó Paradís.
Aðgangur að viðburðum Grænu daganna er ókeypis og öllum opinn.
Dagskrá Grænna daga:
Þriðjudagur 13. mars
- 12:30-13:10 Sigurður Eyberg kynnir kvikmynd sína og segir frá rannsókn sinni á vistspori Íslands í Norræna húsinu.
Miðvikudagur 14. mars
- 11:00-15:00 Skiptifatamarkaður á Háskólatorgi
- 12:30-13:10 Elva Rakel Jónsdóttir frá Umhverfisstofnun fjallar um umhverfismerki, stofu 129 í Öskju.
- 20:00 Verðlaunamyndin Waste Land sýnd í Bíó Paradís. Umræður um myndina eftirá.
Fimmtudagur 15. mars
- 11:00-15:00 Skiptifatamarkaður á Háskólatorgi
- 12:20-14:00 Pallborðsumræður – Hver stýrir neyslunni? Umhverfisverðlaun Grænna daga afhent
Föstudagur 16. mars
- 11:00-15:00 Skiptifatamarkaður á Háskólatorgi
- 12:30-13.10 Dominique Plédel Jónsson frá Slow Food hreyfingunni talar um matariðnaðinn og ábyrga matarneyslu.
- 20:00 Barsvar á Dillon
Birt:
Uppruni:
Náttúran.isGaia - félag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands
Verkfræði- og raunvísindasvið Háskóla Íslands
Tilvitnun:
Gunnar Gunnarsson „Gert af Jörðu, greitt af Jörðu - Grænir dagar HÍ 2012 “, Náttúran.is: 11. mars 2012 URL: http://nature.is/d/2012/03/11/gert-af-jordu-greitt-af-jordu-graenir-dagar-hi-201/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 14. mars 2012