Vogafjós í Mývatnssveit
Ferðaþjónustan í Vogafjósi á Vogum 1 í Mývatnssveit rekur kaffihús í fjósinu en þar geta kþrnar horft á gestina í gegnum gler og öfugt. Vogafjós býður uppá heimagerðan mat, t.d. heimagerða osta, kæfu, silung, hangikjöt og hverabakað brauð. Stutt er á Sandfell eða göngu um Dimmuborgir og Námaskarð og stuttur bíltúr í Jarðböðin.
Hjá Vogafjósi er hægt að fá matarkörfur með hangikjöti, hverabrauði, reyktum silung, kindakæfu, jólasultu, mozzarella- og fetaosti o.fl.
Vogafjós er þátttakandi í verkefninu Beint frá býli en Ólöf Hallgrímsdóttir er í stýrihóp verkefnisins. Á myndinni er Ólöf Hallgrímsdóttur einn eiganda Vogafjóss. Frekari upplýsingar hjá vogar@emax.is.
Birt:
26. janúar 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vogafjós í Mývatnssveit“, Náttúran.is: 26. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/26/vogafjos-i-myvatnssveit/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 6. mars 2012