Þriðjudaginn 6. mars verða þeir Vigfús Eyjólfsson og Böðvar þórisson með erindi um rannsóknir sínar á sandlóunni. Þeir mun segja frá merkingum í Bolungarvík, Önundarfirði og á Stokkseyri og hvernig endurheimtur og aflestrar af litmerktum fuglum hérlendis og erlendis hafa varpað ljósi á ferðir, stofnstærð, útbreiðslu, varpárangur og fjölmargt annað í lifnaðarháttum þessa smávaxna og kvika vaðfugls, en hluti stofnsins fer alla leið til NV-Afríku. Meðhöfundur er Tómas G. Gunnarsson.

Fræðslufundir Fuglaverndar eru haldnir í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 en gengið er inn um aðalinngang hússins á austurhlið hússins. Fundurinn hefst klukkan 20:30 og er öllum opinn svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir aðra.

Ljósmynd: Sandlóa, Jóhann Óli Hildmarsson.

Birt:
5. mars 2012
Höfundur:
Fuglavernd
Tilvitnun:
Fuglavernd „Fræðslufundur um ástir og örlög sandlóunnar“, Náttúran.is: 5. mars 2012 URL: http://nature.is/d/2012/03/05/fraedslufundur-um-astir-og-orlog-sandlounnar/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: