ÞJÓRShÁtíð er tónleikahátíð með meiru sem verður haldin þann 16. júní 2012 í mynni Þjórsárdals í Gnúpverjahreppi, sem er rétt rúmum einum og hálfum tíma frá Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Hugmyndin með ÞJÓRShÁtíð er að vekja fólk til umhugsunar um náttúruna og mikilvægi hennar og jafnframt að fólk hugleiði afleiðingar óafturkræfra framkvæmda.

ÞJÓRShÁtíð verður sett kl 13:00 með málþingi um baráttuna fyrir verndun Þjórsár.

Dagskrá:

Kl. 15:00 - 17:00

  • Gönguferðir með leiðsögn
  • Bændamarkaðir
  • Hestateymingar
  • Opinn dagur í Skaftholti sem heldur lífrænan búskap

Tónleikadagskrá byrjar svo í brekkunni á Flatholti kl 17:00 og verður fram eftir kvöldi. Fram munu koma:

  • Valdimar
  • Elín Ey
  • Pascal Pinon
  • Vigri
  • Maggi Kjartans
  • Múgsefjun
  • Lockerbie
  • The Lovely Lion
  • RetRoBot
  • Júníus Meyvant
  • Kristján Hrannar Pálsson
  • Mannaveiðar
  • Ylja o. fl.

Fylgist með uppfærslum og fréttum á Like-síðu ÞJÓRShÁtíðar:

Birt:
16. júní 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „ÞJÓRShÁtíð“, Náttúran.is: 16. júní 2012 URL: http://nature.is/d/2012/06/04/thjorshatid/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 4. júní 2012
breytt: 16. júní 2012

Skilaboð: