Reykjavíkurborg - styrkir Náttúruna
Sumarið 2009 tók Náttúran.is þátt í samkeppni á vegum Höfuðborgarstofu um hugmyndir sem fælust í nýrri þjónustu við ferðamenn í borginni. Náttúran.is lagði til að Reykjavíkurborg kostaði þróun græns korts fyrir borgina og myndi birta tengla á Green Map Reykjavík af vefsetrum á vegum borgarinnar. Grænt Reykjavíkurkort/Green Map Reykjavík var eitt af sjö verkefnum sem hlaut viðurkenningu. Fyrsti tengillinn var af vef Höfðuborgarstofu visitreykjavik.is á ensku útgáfu vefkortsins Green Map Reykjavík og er hugsaður til að hvetja erlenda ferðamenn til að nýta sér grænu kostina í borginni. Reykjavíkurborg styrkti grænkortaverkefnið haustið 2010 og aftur sumarið 2011 er prentúgáfur Græna Reykjavíkurkortsins voru gefnar út.
Náttúran.is vinnur Grænt Reykjavíkurkort/Green Map Reykjavík í samvinnu við Green Map System® og Land- og ferðamálafræðistofu Verkfræði og Náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.
Í byrjun árs 2012 varð Höfuðborgarstofa við umsókn Náttúrunnar um styrk til þróunar Græns Íslandskorts fyrir snjallsíma og spjaldtölvur.
Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Reykjavíkurborg - styrkir Náttúruna“, Náttúran.is: 20. mars 2012 URL: http://nature.is/d/2009/08/31/reykjavikurborg-styrktaraoili-natturunnar/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 31. ágúst 2009
breytt: 9. maí 2014