Að koma á framfæri íslenskum vörum úr hreinum náttúruafurðum er eitt mikilvægasta hlutverk Náttúrunnar. Að velja íslenska list og hönnun, hugvit og þjónustu eða framleiðslu úr íslensku hráefni styrkir ekki aðeins stoðir íslensks atvinnulífs heldur getur það verið mun umhverfisvænna en að velja erlenda framleiðslu. Ástæðan er sú að mikil kolefnislosun á sér stað við alla flutninga, þá ekki síst ef varan þarf að ferðast heimshorna á milli til að rata til neytenda. Hér í deildinni eru vörur á boðstólum sem á einhvern hátt eru unnar með tilliti til umhverfis og heilsu, eru umhverfisvottaðar, lífrænar eða koma úr smiðjum íslenskra frumkvöðla, stórra sem smárra, á landinu öllu.

Grafík: Tákn íslensku deildar Náttúrumarkaðarins, hönnun: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran er ehf

Birt:
9. maí 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Íslenskar vörur á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 9. maí 2012 URL: http://nature.is/d/2008/11/29/islenska-buoin-opnuo-natturumarkaoi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. nóvember 2008
breytt: 26. mars 2014

Skilaboð: