Sáðalmanak fyrir mars 2012
Náttúran birtir nú annað sáðalmanak fyrir árið 2012 en Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti tók saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar í fyrra og heldur áfram að taka þau saman fyrir okkur í ár.
Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.
Dagur Tími
1. mars 00 – 24 rót
2. mars 00 – 12 rót, 14 – 24 ávextir
3. mars 00 – 08 blóm, 09 – 24 ávextir
4. mars 00 – 17 blóm, 18 – 24 blað
5. mars 00 – 24 blað
6. mars 00 – 05 blað, 06 – 24 ávextir
7. mars 00 – 24 ávextir
8. mars 00 – 17 ávextir, 18 – 24 rót
9. mars 00 – 22 rót, 23 – 24 óhagstætt
10. mars 00 – 24 óhagstætt
11. mars 00 – 20 rót, 21 – 24 blóm
12. mars 00 – 16 blóm, 17 – 24 ávextir
13. mars 00 – 11 ávextir, 12 – 23 blað
14. mars 00 – 24 ávextir
15. mars 00 – 24 ávextir
16. mars 00 – 24 ávextir
17. mars 00 – 12 ávextir, 13 – 24 rót
18. mars 00 – 24 rót
19. mars 00 – 14 rót, 15 – 24 blóm
20. mars 00 – 24 blóm
21. mars 00 – 16 blóm, 17 – 24 blað
22. mars 00 – 24 blað
23. mars 00 – 24 blað
24. mars 00 – 19 blað, 20 – 24 ávexstir
25. mars 00 – 24 ávextir
26. mars 00 – 21 ávextir, 22 – 24 rót
27. mars 00 – 22 rót, 22 – 24 óhagstætt
28. mars 00 – 24 óhagstætt
29. mars 01 – 22 rót
30. mars 00 – 24 blóm
31. mars 00 – 24 blóm
Frá hádegi þann 14. til og með 28. mars er hagstætt tímabil til að klippa greinar til græðlingatöku. Veljið ávaxtadaga til að taka græðlinga af td. berjarunnum.Tímabilið frá kvöldi þess 1. til hádegis þann 14. og einnig 29. – 31. mars er hagstætt td. til að stinga græðlingum, einnig til gróðursetningar og dreifplöntunar/umplöntunar.
Oftast liggur í augum uppi hvað eru rætur, blaðplöntur, ávextir og blóm en hér skulu talin upp nokkur atriði sem geta vafist fyrir okkur.
- Til rótarplantna teljast líka sellerí, hnúðsellerí, kálrabi eða pastinaka og laukar.
- Til blaðplantna teljast hnúðfennel, aspargus, rósakál og blómkál.
- Til blómplantna teljast blómplöntur þó þær vaxi upp af laukum og brokkóli.
- Til ávaxta teljast baunir, linsubaunir, allar korntegundir, kúrbítur, grasker, agúrkur, tómatar og maiskorn.
Annað skýrir sig sjálft.
Grafík: Sáðalmanak fyrir febrúar 2012. Gengið er út frá því að tíminn sé ekki lína heldur spírall sem heldur endalaust áfram að mynda hringi. Árið er einn hringur og snið hvers mánaðar því 1/12 úr hring. Tunglstaðan sést á efsta baug fyrir ofan mánaðarsniðið. Línur þekja þá daga og tíma dags þegar gott er að sá til tiltekinnar tegundar jurtar. Rauð lína er fyrir ávöxt, græn fyrir blaðplöntu, brún fyrir rótarplöntu og gul fyrir blómplöntur. Táknin; ávöxtur, blað, rót og blóm eru staðsett í byrjun og við lok tímabils til afmörkunar. Guðrún A. Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðfinnur Jakobsson, Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Hildur Hákonardóttir „Sáðalmanak fyrir mars 2012“, Náttúran.is: 4. mars 2012 URL: http://nature.is/d/2012/02/28/sadalmanak-fyrir-mars-2012/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. febrúar 2012
breytt: 24. febrúar 2014