Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar styrkir Græna Íslandskorts-appið
Úthlutað hefur verið úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups í ár og meðal þeirra verkefna sem styrk voru að þessu sinni er verkefnið Grænt Íslandskort í app-útgáfu sem Náttúran.is vinnur nú að. Samtals var úthlutað 18.900.000.- kr til 27 verkefna.
Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn!
Sjá nánar um öll verkefnin sem hlutu styrki að þessu sinni:
Sól á Suðurlandi - Fjölskyldudagur við Þjórsá - 150.000
Markmiðið með deginum er að skipuleggja fræðslu- og skemmtidagskrá þar sem meðal annars á að vekja athygli á náttúru svæðisins, sögu náttúruverndar, fyrirhuguðum virkjunum og afleiðingum þeirra.
Maður og kona ehf (Fjölskylda: Áslaug Thorlacius, Finnur Arnar og börn þeirra) - Ýmis börn - 200.000
Myndlistarverk þar sem samband nútímamanns við náttúru er rannsakað og speglað í sköpunarsögu norrænnar goðafræði. Ólík birtingarmynd náttúrunnar verður könnuð víðs vegar um land.
Guðrún Tryggvadóttir hjá Náttúran.is - Grænt - Íslandskort – app útgáfa - 250.000
Snjallsímaforrit (app) um græna kosti á Íslandi samkvæmt alþjóðlegu kerfi (Green Map System). Verður á þremur tungumálum.
Guðrún Gísladóttir hjá LHÍ - Náttúrulist í 7. bekk grunnskóla - 300.000
Verkefnið felst í að vinna listgreinaverkefni við kennslubókina Líf á landi. Verkefnin væru listgreinatengd nálgun við útiverkefni bókarinnar í formi umhverfislistar.
Landvernd – Guðmundur Ingi Guðbrandsson - Sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á jarðhitasvæðum - 300.000
Markmið verkefnisins er að vernda viðkvæma náttúru jarðhitasvæða og renna styrkari stoðum undir sjálfbæra ferðamennsku á slíkum svæðum. Þetta verður gert með aukinni fræðslu um jarðfræði, líffræði og náttúruverndargildi jarðhitasvæða. Styrkurinn er veittur til skoðunarferða.
Bjarni Helgason og Dagbjört Tryggvadóttir hjá Organella - Skemmtilegir og fræðandi barnabolir - 400.000
Hugmyndavinna, teikning og hönnun á barnabolum. Þeir eru til þess fallnir að vekja áhuga og forvitni barna á náttúru Íslands.
Sölvi Björn Sigurðsson rithöfundur - Gallerí Brumm - 400.000
Farandgallerí þar sem víðáttur íslenskrar náttúru mynda ramma um fjölbreytta listviðburði. Vettvangur viðburða er gamall jeppi á ferð um landið.
Þorleifur Eiríksson hjá Náttúrustofu Vestfjarða - Útbreiðsla ætihvannar í Hornstrandarfriðlandi - 400.000
Útbreiðsla ætihvannar hefur aukist á Hornströndum síðan byggð lagðist af. Ekki eru til kort af útbreiðslu síðan þá – en fjölgun er greinileg. Markmiðið er að kortleggja núverandi útbreiðslu. Kortlagning er mikilvæg til að fá viðmið og hún varpar ljósi á hegðun tegundarinnar.
Sigurjón B. Hafsteinsson við HÍ - Rusl – náttúra – virðing - 400.000
Bókverk þverfaglegra fræðigreina, ljós- og myndverka um rusl, náttúru og virði(ngu).
Ómar Smári Kristinsson - Hjólabókin – dagleiðir í hring á hjóli: Vesturland - 500.000
Leiðarvísir sem á að opna fyrir lítt þekkta möguleika í ferðamennsku á Íslandi, auka veg og virðingu hjólreiða, kynna lítt þekktar náttúruperlur og mannvirki í bland við betur þekkta staði og stuðla að heilsusamlegum og umhverfisvænum ferðamáta.
Bjarni Kristófer Kristjánsson við Háskólann á Hólum (HH) - Lífríki grunnvatns og vatnsfalla - 500.000
Í verkefninu verður í fyrsta sinn kannað hvaða lífríki megi finna í grunnvatni vatnsfalla. Rannsóknirnar ættu að færa okkur aukna þekkingu, en jafnframt vera grunnur að náttúruvænni nýtingu (dæmi: malarnám, virkjanaframkvæmdir, fiskeldi, neysluvatn og vatnstaka).
Trausti Sveinsson - Sjálfbært samfélag í Fljótum - 500.000
Undirbúningur náttúruverndaráætlunar fyrir svæðið. Partur af stærra verkefni sem er uppbygging sjálfbærs samfélags í Fljótum.
Tinna Grétarsdóttir ásamt Esther Ö. Valdimarsdóttur og Jónínu Einars - Sumar í sveit - 500.000
Heimildarmynd um sumardvöl barna í sveit. Velt er upp spurningum um hlutverk náttúrunnar og dýra í lífi margra kaupstaðarbarna sem voru send í sveit.
Ósk Vilhjálmsdóttir og Svanbjörg H. Einarsdóttir hjá Hálendisferðum - Á fjöllum – kannski með tröllum - 500.000
Hálendisferð fyrir allar kynslóðir þar sem áherslan er á að njóta en ekki þjóta. Leiðsögumenn verða 2-3 sem hafa sérhæft sig í náttúruskoðun með börnum.
Markús Þór Andrésson - Harpa og Ragna: FIRÐIR - 600.000
Myndlistarsýningar með þeim Hörpu Árnadóttur og Rögnu Róbertsdóttur sem vinna úr náttúruefnum og á staðnum. Sýningar fyrirhugaðar á Bíldudal (Gamla skóla) og Bæ á Höfðaströnd.Lilja Jóhannesdóttir við LbhÍ - Tengsl landgerða og líffræðileg fjölbreytni - 700.000
Tengslin verða skoðuð með hjálp landfræðilegra gagna og upplýsinga úr fuglaathugunum. Notað til kortlagningar líffræðilegrar fjölbreytni.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir við HÍ - Gjóskufall frá Grímsvötnum 2011: Áhrif á plöntur og vistkerfi - 800.000
Grímsvatnagosið 2011 verður nýtt til að rannsaka með beinum hætti áhrif gjósku á plöntur og vistkerfi. Byggt verður á samanburði frá því fyrir gos á tilraunum.Guðrún J. Stefánsdóttir við HH - Þjálfunarlífeðlisfræði íslenska hestsins - 1.000.000
Rannsókn á lífeðlisfræði íslenska hestsins við þjálfun. Mikilvægrar þekkingar aflað til að geta þjálfað hestinn af skynsemi og virðingu fyrir velferð hans og varðveislu verðmætra eiginleika hans sem reiðhests.
Snæbjörn Pálsson við HÍ - Deilitegundir þriggja íslenskra spörfuglategunda - 1.000.000
Rannsókn þar sem markmiðið er að meta verndargildi og þróunarlega sérstöðu 3ja deilitegunda spörfugla, þ.e. þrasta, auðnutittlinga og músarrindla. Athugun á erfðaefni og útliti og samanburður gerður við skyldar deilitegundir.
Kristín Þorleifsdóttir, Steinunn Arnardóttir og Búi Hrafn Jónuson við LHÍ - Ásýnd og aðkoma þéttbýliskjarna á Íslandi - 1.000.000
Rannsakaðar verða aðkomuleiðir þéttbýliskjarna á Íslandi með því að skoða þá umhverfisþætti sem hafa áhrif á ásýnd, ímynd og upplifun ferðamanna af staðnum.
Kristinn Pétur Magnússon við HA og Náttúrufræðistofnun - Ættfræði íslenska fálkans - framhald - 1.000.000
Ættrakningu og rannsókn á ábúðarsögu fálkans á óðölum í Þingeyjarsýslum er haldið áfram. Fullkomnun aðferðafræðinnar.
Viðar Hreinsson sagnfræðingur - Að kunna jörð og berg að opna og aftur að lykja - 1.000.000
Bók um náttúruskyn og náttúruskilning á 17. öld og á okkar dögum. Jón Guðmundsson lærði er helsti heimildamaður um 17. öldina og í bókinni á að birtast eins konar samræða nútímamanns við hann. Í bókinni er fjallað á gagnrýninn hátt um náttúruskyn og lífshætti á Vesturlöndum í dag.
Samtök íbúa og hagsmunaaðila í Mýrdal – Erla Bil Bjarnardóttir - Rannsóknir á fuglalífi við Dyrhólaós - 1.000.000
Rannsókn á fuglalífi votlendis- og farfugla í og við Dyrhólaós. Ársfuglatalning.
Framtíðarlandið - Náttúrukortið, þýðing og kynning - 1.100.000
Markaðssetning og þýðing náttúrukorts Framtíðarlandsins (sjá: http://www.framtidarlandid.is/natturukortid/)
Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir hjá HÍ - Sveiflur í vistkerfi sjávar og mannvist á sögulegum tíma - 1.200.000
Þverfræðilegt verkefni sem beitir líffræðilegri aðferðafræði til að kortleggja og skilja sveiflur í stofnum sjávarfiska og fugla og tengja við búsetu manna á strandsvæðum.
Harald Schaller við HÍ - Management of Protected Areas for Sustainable Tourism - 1.200.000
The focus of this project is to assess the environmental and socio-economic dimensions of tourism at protected areas, to support a sustainable management of which.
Hólmfríður Jónsdóttir og Hrefna B. Þorsteinsdóttir hjá Arkibúllunni - Samhljómur byggingalistar og náttúru - Ofanleitiskapella - 2.000.000
Vinna með og útfærsla á hugmyndum Högnu Sigurðardóttur arkitekts um kapellubyggingu í Vestmannaeyjum. Hugmyndir Högnu endurspegla einstaka tilfinningu fyrir landslagi og staðháttum.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar styrkir Græna Íslandskorts-appið“, Náttúran.is: 4. júní 2012 URL: http://nature.is/d/2012/06/04/natturuverndarsjodur-palma-jonssonar-styrkir-graen/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. maí 2014