Solla valin besti hráfæðikokkur heims
Á undanförnum árum hefur Solla Eiríksdóttir náð miklum vinsældum sem hráfæðikokkur, ekki hvað síst í Bandaríkjunum og hér á Íslandi auðvitað.
Eins og undanfarin ár var Solla aftur tilnefnd í samkepninni um besta hráfæðikokk heims, Raw Vegan Simple Chef og Gourmet Raw Chef, einni virtustu kosningu innan hráfæðiheimsins. Solla hefur oft komist langt en að þessu sinni vann vann hún í báðum flokkum. Solla er semsagt „besti hráfæðikokkur heims“.
Náttúran óskar Sollu til hamingju með sigurinn og hvetur þá sem enn hafa ekki prófað hráfæðirétti að hætti Sollu að kíkja við í veitingastað hennar Gló í Listhúsinu í Laugardal og snæða.
Birt:
20. febrúar 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Solla valin besti hráfæðikokkur heims“, Náttúran.is: 20. febrúar 2012 URL: http://nature.is/d/2012/02/20/solla-valin-besti-hrafaedikokkur-heims/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.