Viðarelementið umlykur lifur og gallblöðru, sem aftur hafa áhrif og gefa kraft til sina og sveigjanleika til sina og vöðva. Lifrin hefur líka sterk áhrif á augun, gefur þeim vökva og skýrir sjón. Jafnframt sér lifrin um að orka allra líffæra sé rétt, t.d. að magaorka fari niður á við og orka miltans rísi. Geðlæg áhrif viðar eru reiði, hvort sem er út á við eða inn á við sem þunglyndi og sjálfsreiði.

Grafík: Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is

Birt:
17. febrúar 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Viðarelementið“, Náttúran.is: 17. febrúar 2012 URL: http://nature.is/d/2007/05/28/viarelementi/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. maí 2007
breytt: 25. apríl 2012

Skilaboð: