Vistvænn landbúnaður er nokkurs konar millistig milli hefðbundins landbúnaðar og lífræns landbúnaðar (lög nr. 162, 1994; reglugerð landbúnaðarráðuneytis nr. 219, 1995). Ekkert eftirlit er þó með því hver notar merkið „Vistvæn landbúnaðarafurð“ á Íslandi í dag og hefur það því enga merkingu en er oft misnotað til að reyna að „grænþvo“ venjulega landbúnaðarafurð.

Munurinn á milli lífræns og vistvæns búskapar liggur einkum í mismunandi kröfum sem gerðar eru til sjálfbærni og hreinleika afurða, þar sem meiri kröfur eru gerðar til lífrænnar framleiðslu.

Hliðstæður við vistvænan landbúnað erlendis eru "half-way-houses", "conservation grade", "alternative" og "integrated agriculture" í Bretlandi og víðar, og "low input sustainable agriculture" eða "LISA" og "integrated pest management" eða "IPM" í Bandaríkjunum og víðar en „Alternativ“ eða „Natur-“ í Þýskalandi. Á hinum Norðurlöndunum er vistvænum landbúnaði lýst sem "lys grøn" (samanborið við "grøn" fyrir lífrænan landbúnað) og notuð eru heitin "miljøvenlig", "alternativ" og "integreret landbrug".

Birt:
26. júní 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vistvæn landbúnaðarafurð“, Náttúran.is: 26. júní 2014 URL: http://nature.is/d/2008/08/17/vistvaen-landbunaoarafuro/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. ágúst 2008
breytt: 26. júní 2014

Skilaboð: