Orka í matvælum
Helstu orkuefni í fæðu eru fita, alkóhól, prótein og kolvetni (í minnkandi röð eftir orkugildi). Algengasta gildi fyrir orku er kílókaloría (1000 kaloríur) sem samsvarar einni hitaeiningu. Fita gefur okkur 9 hitaeiningar (he) í hverju grammi, alkóhól 7 he og kolvetni og prótein 4 he hvort í einu grammi. Orkuþörf fólks er misjöfn og háð þáttum eins og aldri, kyni og hreyfingu. Það segir sig sjálft að lélegt mataræði og langvarandi inntaka á meiri orku en þörf er fyrir leiðir til þyngdaraukningar og annarra fylgikvilla svo sem ótímabærrar hrörnunar, slitsjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki svo eitthvað sé nefnt.
Birt:
21. september 2013
Tilvitnun:
Ástríður Sigurðardóttir „Orka í matvælum“, Náttúran.is: 21. september 2013 URL: http://nature.is/d/2007/04/24// [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 24. apríl 2007
breytt: 21. september 2013