Laust er til umsóknar starf við Sesseljuhús umhverfis- og fræðslusetur
Sesseljuhús er fræðslusetur um umhverfismál og sýningarhús um sjálfbærar byggingar. Þar fer fram fjölbreytt fræðsla um umhverfismál og sjálfbæra þróun og er m.a. boðið upp á umhverfisnám fyrir bandaríska háskólanemendur. Haldin eru málþing, fundir og námskeið þar sem allir eru velkomnir. Sesseljuhús sér einnig um rekstur Gistiheimilis Sólheima.
Starfssvið
- Frekari uppbygging á starfsemi Sesseljuhúss.
- Frekari uppbygging á Gistiheimili Sólheima ásamt ferðaþjónustu, s.s. endurbætur á gistiheimili, umsókn um umhverfisvottun og bókanir.
- Móttaka og leiðsögn innlendra og erlendra hópa.
- Skipulagning sjálfbærni- og umhverfisnáms fyrir innlenda og erlenda nemendur, auk kennslu.
- Umbætur í umhverfismálum á Sólheimum.
- Aðstoð við skipulagningu afmælisdagskrár í tilefni af 10 ára afmæli Sesseljuhúss.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun í umhverfis- og/eða ferðamálafræðum, eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
Um tímabundið starf til eins árs er að ræða og þarf umsækjandi að geta hafið störf þann 16. apríl. Húsnæði á Sólheimum er í boði.Umsókn ásamt ferilskrá berist forstöðumanni Sesseljuhúss, Katrínu Magnúsdóttur, á netfangið katrin@solheimar.is fyrir 17. febrúar. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í gegnum tölvupóst og í síma 480 4483.
Birt:
Tilvitnun:
Katrín Magnúsdóttir „Laust er til umsóknar starf við Sesseljuhús umhverfis- og fræðslusetur“, Náttúran.is: 11. febrúar 2012 URL: http://nature.is/d/2012/02/11/laust-er-til-umsoknar-starf-vid-sesseljuhus-umhver/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 12. febrúar 2012