Blóm og aðrar jurtir eru ýmist villt eða framleidd, þ.e. komið á legg með sáningu fræja eða gróðursetningu t.a.m. stiklinga. Þær jurtir sem eru á boðstólum hérlendis eru ýmist fluttar inn eða framleiddar hérlendis. Eftirlit með innflutningi fræja, lifandi jurta, afskorinna blóma og áburðar er á höndum Matvælastofnunar. Hlutverk stofnunarinnar er m.a. að hindra að sjúkdómar eða meindýr sem berist til landsins gætu valdið tjóni á innlendri plönturæktun.

Lífræn fræ og lífrænt ræktaðar plöntur er nú hægt að fá frá mörgum framleiðendum og eftirspurnin eykst stöðugt. Lífræn ræktun byggist á því að ekki eru notuð lyf og varnarefni í jarðveginn og einungis er notaður lífrænn áburður. Umhverfisáhrif slíkrar framleiðslu eru miklum mun jákvæðari en við hefðbundna ræktun. Vottunarstofan Tún er meðlimur í IFOAM og sér um að taka út lífræna vottun á landsvæðum og ræktun hér á landi.

Birt:
12. febrúar 2012
Höfundur:
Náttúran er
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran er „Blóm“, Náttúran.is: 12. febrúar 2012 URL: http://nature.is/d/2007/06/26/blom/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. júní 2007
breytt: 2. maí 2014

Skilaboð: