Leikföng á Náttúrumarkaði
Náttúruleg leikföng eru þau leikföng oft kölluð sem framleidd eru úr náttúrulegum efnum. Oft eru náttúrulegu efnin þó sjálf mettuð aukaefnum og máluð eða lökkuð með óvistvænum efnum sem ekki eru sérstakleg heilsusamleg og jafnveg skaðleg. Góð leikföng þurfa ekki alltaf að vera úr hreinum náttúrlegum efnum þó að þau geti verið það. Gerviefni geta verið jákvæð út frá umhverfissjónarmiðum sérstaklega ef að leikfangið er vandað og endist jafnvel kynslóð fram af kynslóð. En leikfangabransinn gengur ekki bara út á það að framleiða heilsusamleg og uppeldislega jákvæð leikföng, hvað þá umhverfisvæn og langlíf. Það er því margt sem ber að hafa í huga við val leikfanga fyrir börnin okkar. Sanngirnisvottun er staðfesting á því að varan er unnin á siðferðislega sanngjarnan hátt. Umhverfismerki á borð við Svaninn og Demeter tryggja t.a.m. að tekið sé fullt tillit til umhverfisáhrifa við framleiðslu vörunnar. CE merkið gefur til kynna að framleiðsla hafi verið skv. öryggisstöðlum Evrópusambandsins. Eitt af því sem að skaðað getur heilsu barna eru þalöt eða mýkingarefni sem eru talin vera skaðleg heilsu fólks þar sem þau eru í mörgum tilfellum lík hormónum í líkamanum og hafa því hormónatruflandi áhrif. Þetta er sérstaklega varasamt í leikföngum þar sem þau eru notuð af börnum sem eru að vaxa og þroskast og hormónatruflanir af völdum plastmýkingarefan (þalata) geta haft veruleg áhrif á vöxt og þroska einstaklingsins í framtíðinni.
Eldhemjandi efni og blýmagn yfir mörkum getur leitt til þess að leikföng eru innkölluð af markaði. Umhverfisstofnun hefur yfirumsjón hvað varðar hættuleg efni í leikföngum.
Grafík: Tákn leikfangadeildar Náttúrumarkaðarins, hönnun: Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran er ehf.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Leikföng á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 12. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2007/11/02/leikfng-nttrumarkai/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 2. nóvember 2007
breytt: 28. mars 2014