Læknadeild HÍ býður nú upp á námskeið á MS stigi sem er opið nemendum Heilbrigðisvísindasviðs og Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Námskeiðið verður kennt sem lotunámskeið aðra vikuna í ágúst. Samkvæmt kennsluskrá er efni námskeiðsins lýst á eftirfarandi hátt:

Erfðatækni hefur verið í örri þróun síðustu ár og er nú orðið ómissandi tæki í margskonar grundvallarrannsóknum í lífvísindum. Hún hefur einnig verið hagnýtt í læknisfræði, landbúnaði og iðnaði. Mikil átök hafa orðið um hvort rétt sé að sleppa erfðabreyttum lífverum út í umhverfið og nýta afurðir sem unnar hafa verið úr þeim. Settar hafa verið mjög strangar reglur víða um heim sem takmarka nýtingu þessara lífvera. Umræðan í samfélaginu er oft óvægin og mótast oftar en ekki af takmarkaðri þekkingu á málefninu. Í námskeiðinu verður farið yfir hvað felist í erfðatækni og hvernig megi nýta þessa tækni í grunnrannsóknum, læknisfræði, landbúnaði og matvælaiðnaði. Lögð verður áhersla á að fjalla um málið frá öllum hliðum og kynntir verða bæði möguleikar og takmarkanir við beitingu tækninnar, þ.m.t. hugsanlegar hættur fyrir heilsu manna og umhverfið. Námskeiðið er opið öllum sem stunda framhaldsnám við ríkisháskólana fjóra í greinum sem eiga sér snertifleti við nýtingu erfðatækni, t.d. í líffræði, læknisfræði, búvísindum og umhverfis- og auðlindafræði. Fastir kennarar úr samstarfsnetinu munu halda fyrirlestra um efni á sínu sérsviði auk þess sem gestakennarar verða fengnir til þess að fjalla um hagnýtingu erfðatækni í atvinnulífinu og stefnumörkun stjórnvalda á þessu sviði. Nemendum verður ætlað að rýna valdar vísindagreinar og fjalla um þær á gagnrýninn hátt. Þeir munu einnig flytja stuttan fyrirlestur um efni sem valin verða af kennurum.

Þetta væri ekki frá sögu færandi ef staðreyndin væri ekki sú að allir sem koma að kennslunni (að einum undanskildum) eru meðal 37 menninganna sem skrifuðu undir áskorun til alþingis gegn tillögu að þingsáliktunartillögu um að Ísland banni ræktun erfðabreyttra lífvera undir berum himni. Áreiðanlegar heimildir innan háskólans herma að þessi eini aðili hafi verið erlendis þegar undirskriftum var safnað og að hann sé þeim sammála.

Kennarar námskeiðsins eru þessir: Áslaug Helgadóttir, LBHÍ, Jón Hallsteinn Hallsson, LBHÍ, Eiríkur Steingrímsson, HÍ, Magnús Karl Magnússon, HÍ, Ólafur S. Andrésson, HÍ, Arnar Pálsson, HÍ, Zophonías O. Jónsson, HÍ, Kristinn P. Magnússon, HA og Oddur Vilhelmsson, HA.

37 menningarnir sem skrifuðu undir ofannefnda áskorun til alþingis:

  • Matvælastofnun (1)
  • Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun
  • MATÍS (2)
  • Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri, Matís
  • Guðmundur Óli Hreggviðsson, fagstjóri, Matís
  • LBHÍ (5)
  • Ágúst Sigurðsson, rektor og búfjárerfðafræðingur  LBHÍ
  • Áslaug Helgadóttir, prófessor í jarðrækt og plöntukynbótum, LBHÍ
  • Emma Eyþórsdóttir, dósent í búfjárerfðafræði,  LBHÍ
  • Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent í fóðurfræði,  LBHÍ
  • Jón Hallsteinn Hallsson, lektor, Auðlindadeild  LBHÍ
  • HR (2)
  • Karl Ægir Karlsson, dósent, Tækni- og verkfræðideild, HR
  • HA (2)
  • Kristinn P. Magnússon, dósent, Auðlindadeild HA.
  • Oddur Vilhelmsson, dósent, Auðlindadeild HA.
  • Hólar (1)
  • Ólafur I. Sigurgeirsson, lektor, Fiskeldisdeild Hólaskóla.
  • Keldur (5)
  • Ástríður Pálsdóttir, sérfræðingur, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum.
  • Bergljót Magnadóttir, sérfræðingur, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum.
  • Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, sérfræðingur, Tilraunastöð HÍ í meinafræði Keldum
  • Edda B. Ármannsdóttir, sérfræðingur, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum.
  • Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, sérfræðingur, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum.
  • Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ (5)
  • Arnar Pálsson, dósent, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ.
  • Guðmundur Eggertsson, prófessor emerítus, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ.
  • Guðmundur Hrafn Guðmundsson, prófessor, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ.
  • Ólafur S. Andrésson, prófessor, Líf- og umhverfisvísindadeild, HÍ.
  • Snæbjörn Pálsson, dósent, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ
  • Lyfjafræðideild HÍ (1)
  • Már Másson, prófessor, Lyfjafræðideild, HÍ.
  • Læknadeild HÍ (10)
  • Eirikur Steingrímsson, prófessor, Læknadeild, HÍ.
  • Guðmundur Þorgeirsson, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, HÍ.
  • Helga M. Ögmundsdóttir, prófessor, Læknadeild HÍ.
  • Jón Jóhannes Jónsson, dósent, Læknadeild HÍ.
  • Jórunn E. Eyfjörð, prófessor, Læknadeild HÍ.
  • Magnús K. Magnússon prófessor, Læknadeild, HÍ.
  • Pétur Henrý Petersen, lektor, Læknadeild HÍ.
  • Sigurður Guðmundsson, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ.
  • Stefán Þ. Sigurðsson, dósent, Læknadeild, HÍ.
  • Þórarinn Guðjónsson, dósent, Læknadeild HÍ.
  • Íslensk Erfðagreining (3)
  • Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
  • Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri erfðarannsókna, Íslenskri erfðagreiningu
  • Þórunn Rafnar, framkvæmdastjóri krabbameinsrannsókna, Íslenskri erfðagreiningu
  • BioPol (1)
  • Bjarni Jónasson, verkefnisstjóri, BioPol sjávarlíftæknisetur

Kallaðir verða inn gestafyrirlesarar – Helga Margét Pálsdóttir (MAST, fjallar um reglugerðir varðandi EB fæðu),  Ásgeir Björnsson (UST – fjallar um reglugerðir vegna nýtingar  erfðabreyttra lífvera), Guðni Elísson (HÍ, fjallar um deilur vegna erfðatækni), og Þorvarður Árnason (Rannsóknstofnun HÍ á Höfn), sem fjallar um varúðarregluna.

Athyglisvert er að ekki hefur verið tilgreindur fyrirlesari til að fjalla um áhrif erfðanbreyttrar fæðu á heilsu manna og dýra.

Alvarlegur galli á þessu námskeiði er að það virðist vera tilkomið af pólitískum en ekki fræðilegum ástæðum. Athygli vekur að eini plöntulífeðlisfræðingurinn sem hefur hafið upp raust sína gegn ræktun erfðabreyttra lífvera – og það á fræðilegum og yfirveguðum grundvelli þ.e. Kesara  Anamthawat Jónsson er ekki hluti af þessi teymi og maður spyr sig hvers vegna?

Ljósmynd: Bygg, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
5. febrúar 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Námskeið í Háskóla Íslands um erfðatækni, umhverfi og samfélag“, Náttúran.is: 5. febrúar 2012 URL: http://nature.is/d/2012/02/05// [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 8. mars 2012

Skilaboð: