Sesseljuhús umhverfissetur á Sólheimum er fræðslusetur um umhverfismál og sýningarhús um sjálfbærar byggingar. Þar fer fram alhliða fræðsla um sjálfbærni og umhverfismál fyrir nemendur á grunn- og háskólastigi auk málþinga, funda og námskeiða hvers konar. Hægt er að leigja húsið út ásamt gistingu fyrir hvers lags viðburði. 

Það sem bar hæst árið 2011 var:

Janúar:

  • Sesseljuhús tilnefnt til Menntaverðlauna Suðurlands ásamt þremur öðrum menntastofnunum.
  • Sólheimar – Sesseljuhús samþykkt sem móttökusamtök fyrir erlenda sjálfboðaliða hjá Evrópu unga fólksins.
  • Nýr hópur starfsnema og sjálfboðaliða tók til starfa á Sólheimum, að þessu sinni voru þeir 8 talsins frá hinum ýmsu löndum.

Febrúar:

  • Sesseljuhús hóf samstarf við ferðamálafræði Háskóla Íslands við gerð sumarsýningar um sjálfbæra ferðamennsku við húsið.
  • Nokkrir starfsmenn stóðu fyrir veglegri fjársöfnun fyrir Heimili friðarins, sem er vinaþorp Sólheima í Suður-Afríku.

Mars:

  • Marsmánuður var helgaður umhverfinu á Sólheimum og stóð Sesseljuhús fyrir fjölda námskeiða og fræðsluerinda um umhverfismál fyrir alla íbúa Sólheima. Námskeiðin voru vel sótt og vöktu almennan fögnuð meðal íbúa.
  • Íbúar Sólheima söfnuðu heimilisúrgangi í eina viku sem var notaður til að útbúa s.k. skógarherbergi í Sesseljuhúsi. Verkefnið var liður í umhverfisátakinu og því að árið 2011 var tileinkað skógum hjá Sameinuðu þjóðunum. Hönnuður skógarherbergisins var Claire Cornet sjálfboðaliði.

Apríl:

  • Námskeið 8. bekkjar Kerhólsskóla, Sjálfbærni og samfélag hófst á ný í Sesseljuhúsi.
  • Nýr hópur starfsnema tók til starfa á Sólheimum.
  • Ný heimasíða Sólheima var opnuð, en stór hluti hennar er helgaður Sesseljuhúsi.
  • Sesseljuhús vann að endurbótum í sorpflokkun á Sólheimum.

Maí:

  • Nemendur frá bandarísku háskólasamtökunum CELL, ásamt leiðbeinendum, dvöldu á Sólheimum og sinntu háskólanámi í Sesseljuhúsi.
  • Sýning nemenda í Kerhólsskóla var opnuð þar sem afrakstur vorsins var kynntur.
  • Sameiginlegir matjurtagarðar íbúa Sólheima voru teknir í notkun. Um tilraunaverkefni Sesseljuhúss og garðyrkjustöðvarinnar Sunnu var að ræða.

Júní:

  • Hin árlega fræðslufundaröð Sesseljuhúss opnuð formlega. Sérfræðingar á sviði umhverfismála héldu erindi alla laugardaga í júní, júlí og ágúst í tengslum við Menningarveislu Sólheima.
  • Sumarsýningin Sjálfbær ferðamennska var opnuð í samstarfi við ferðamálafræði Háskóla Íslands og Ferðamálastofu.
  • Sýning um þrjár mismunandi tegundir sjálfbærra bygginga var opnuð í Sesseljuhúsi, þ.á.m. vegleg yfirlitsmynd um hvernig Sesseljuhús er sjálfbær bygging.
  • Þrír nemendur háskólans L‘Ireo de Bressuire í Frakklandi stunduðu starfsnám í Sesseljuhúsi. Þetta er annað árið í röð sem nemendur þaðan stunda starfsnám við húsið.
  • Sesseljuhús kom með tillögu að bættri samgöngumenningu á Sólheimum.

Júlí:

  • Sesseljuhús stóð fyrir ljósmyndamaraþoni í umhverfisljósmyndun í kjölfar ljósmyndanámskeiðs sem Pétur Thomsen, ljósmyndari kenndi.
  • Sesseljuhús fagnaði 9 ára afmæli sínu þann 5. júlí og Sólheimar 81 árs afmæli sínu sama dag

Ágúst:

  • Vinna við stíflu fyrir litla vatnsaflsvirkjun í fráveituvatni frá Hitaveitu Sólheima hófst. Virkjunin verður hluti af Orkugarði sem stendur til að opna á 10 ára afmæli Sesseljuhúss þann 5. júlí árið 2012.
  • Sesseljuhús fær styrk frá Evrópu unga fólksins til uppbyggingar sjálfboðaliðastarfs á Sólheimum.
  • Lífrænn dagur haldinn á Sólheimum þar sem uppskeru sumarsins var fagnað.
  • Sesseljuhús vann að tillögu um hvernig bæta mætti sjálfbærni á Sólheimum.

September:

  • Tíu nemendur frá bandarísku háskólasamtökunum CELL, ásamt leiðbeinendum, komu til Sólheima og dvöldu í þrjá mánuði og sinntu háskólanámi með áherslu á sjálfbærni og umhverfismál.
  • Fyrsti hópur sjálfboðaliða frá verkefninu Evrópa unga fólksins tók til starfa á Sólheimum.
  • Námskeið 8. bekkjar Kerhólsskóla Sjálfbærni og samfélag hófst á ný í Sesseljuhúsi.
  • Sólheimar og hlaupahópurinn Frískir Flóamenn á Selfossi stóðu fyrir almenningshlaupi frá Borg að Sólheimum. Hlaupið var liður í átakinu 350.org sem miðar að því að minnka kolefnislosun í heiminum.
  • Margit Kennidy, fræðimaður, hélt fyrirlestur um sjálfbær peningakerfi í Sesseljuhúsi og dvaldi á Sólheimum um tíma.
  • Sesseljuhús og Landsvirkjun undirrituðu nýjan samstarfssamning til tveggja ára.

Október:

  • Alþjóðleg ráðstefna foreldra barna í Waldorfskólum haldin í Sesseljuhúsi.
  • Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, heimsótti Sólheima og hélt fyrirlestur um sjálfbærni í Sesseljuhúsi.
  • Sesseljuhús og Gistiheimili Sólheima hófu umsóknaferli um Svansvottun fyrir Gistiheimili Sólheima.

Nóvember:

  • Sýning nemenda í Kerhólsskóla var opnuð þar sem afrakstur haustsins var kynntur. Sýningin markaði upphaf aðventudaga Sólheima.
  • Verkefni sem nemendur á vegum háskólasamtakanna CELL unnu að á meðan á dvöl þeirra á Sólheimum stóð voru kynnt. Nemendur gerðu skýrslu um hvernig auka mætti sjálfbærni á Sólheimum.

Desember:

  • Aðventan haldin hátíðleg í Sesseljuhúsi og á Sólheimum.
  • Sesseljuhús fékk styrk frá Grímsnes og Grafningshrepp um frekari uppbyggingu háskólanámsins í húsinu.
  • Sesseljuhús fær annan styrk frá Evrópu unga fólksins til uppbyggingar sjálfboðaliðastarfs á Sólheimum.


Sesseljuhús fékk á árinu tvo styrki til uppbyggingar sjálfboðaliðastarfs á Sólheimum frá Evrópu unga fólksins. Einnig styrkti Grímsnes og Grafningshreppur uppbyggingu háskólanámsins í Sesseljuhúsi. Bakhjarlar Sesseljuhúss árið 2011 voru Umhverfisráðuneytið og Landsvirkjun.

Birt:
1. febrúar 2012
Uppruni:
Sesseljuhús
Tilvitnun:
Katrín Magnúsdóttir „Ársskýrsla Sesseljuhúss 2011“, Náttúran.is: 1. febrúar 2012 URL: http://nature.is/d/2012/02/01/arsskyrsla-sesseljuhuss-2011/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: