Náttúrumarkaðurinn
Vefverslun með hugsjón
Eitt af meginmarkmiðum Náttúrunnar er að veita neytendum samræmdar upplýsingar um umhverfisvænar og heilbrigðar vörur á óháðu markaðstorgi, þannig að þeir geti tekið upplýsta ákvörðun byggða á samanburði óvéfengjanlegra upplýsinga um vottanir, uppruna og tilurð vörunnar, hreinleika, samsetningu og förgun innihalds og umbúða.
Náttúran starfrækir netverslun sem býður söluaðilum tvo möguleika til að tengja vörur viðmiðum og innihaldslýsingum:
Annars vegar með því að skrá vörur (sjá verð hér að neðan) til kynningar eingöngu og hins vegar með því að skrá og selja vörurnar. Vörurnar tengjast þannig ítarefni um efni og innihald, umhverfisviðmiðum og förgunarleiðbeiningar svo fátt eitt sé nefnt.
Náttúrumarkaðurinn veitir fulla þjónustu, bæði litlum og stórum söluaðilum. Þannig sitja stærri og minni aðilar við sama borð, líkt og á stórum „náttúrumarkaði“. Neytendur geta rölt um og borið saman vörur úr öllum áttum og verið þess fullvissir að einn aðili sé ekki tekinn fram yfir annan á neinn hátt.
F - kubbur fyrir vörur á Náttúrumarkaði - vöruskráningu fylgir auglýsingabirting í slembivali
Verð á 12 mánaða skráningu vöru á Náttúrumarkað:
1 - 3 vörur - skráning á vöru (til sölu) 4.900*. Á vöru til kynningar (ekki til sölu) 9.800*
4 - 10 vörur - skráning á vöru (til sölu) 3.920*. Á vöru til kynningar (ekki til sölu) 6.840*
11 vörur eða fl. - skráning á vöru (til sölu) 3.330*. Á vöru til kynningar (ekki til sölu) 6.600*
*Öll verð í íslenskum krónum, án vsk. 50% afsláttur er af framlengingu skráningar eftir fyrsta árið.
Hvað er svona umhverfisvænt við að versla á Náttúrumarkaði?
Sjá hvernig verslað er á Náttúrumarkaðinum.
Sendu fyrirspurn eða óskir um skráningu á nature@nature.is eða hringdu í síma 483 1500.
Grafík: Íkon fyrir Náttúrumarkaðinn og útskýringamynd sem sýnir hvernig deildir eru opnaðar. Guðrún Tryggvadóttir, Signý Kolbeinsdóttir og Einar Bergmundur ©Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúrumarkaðurinn “, Náttúran.is: 19. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2007/04/29/nttrumarkaurinn/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. apríl 2007
breytt: 23. nóvember 2012