Þurrkari
Þurrkarinn notar næstum því jafn mikla orku og ísskápurinn (en ísskápurinn eyðir að jafnaði mestri orku á heimilinu). Best er að nota þvottasnúruna til að þurrka en ef þú þarft að kaupa þurrkara hafðu þá í huga að hann noti sem minnsta orku.
Þurrkarar með barka blása hita og raka út um barkann en barkalausir þétta rakann í sérstök hólf eða beint í niðurfall. Barkalausir þurrkarar eru iðulega 2 - 3 sinnum dýrari en þurrkarar með barka en þeir nýta orkuna betur og sóa ekki hita út í andrúmsloftið. Sumir eru jafnvel með varmadælu sem nýtir hitamun og þeir geta náð orkunýtingu sem er 50% af viðmiðum fyrir A flokk. Þótt þeir kosti talsvert í innkaupum spara þeir verulega rafmagn auk þess sem dýrari tæki eru oftar en ekki vandaðri og endast betur.
Orkumerkin Energy Star og Evrópska orkumerkið hjálpa okkur að finna orkunýtnustu tækin. Ef pláss er fyrir snúrur, inni eða úti, er þurrkari oft algerlega ónauðsynlegur.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Þurrkari“, Náttúran.is: 6. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2007/06/21/urrkari/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. júní 2007
breytt: 7. apríl 2015