Garðfuglahelgi Fuglaverndar 27. - 30.jan. 2012
Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður dagana 27. - 30. jan. en gott er að hefja undirbúning talningar allt að viku áður með því að lokka að fuglana með fóðurgjöfum. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma einhvern þessara daga, skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Misjafnt er hvaða fóður hentar hverri fuglategund en upplýsingar um garðfugla og fóðrun þeirra má m.a. finna á vefsíðu Fuglaverndar www.fuglavernd.is og í Garðfuglabæklingnum sem fæst á skrifstofu félagsins. Að lokinni athugun skal skrá niðurstöðurnar á þar til gert eyðublað og senda til Fuglaverndar í tölvupósti eða bara í pósti í Skúlatún 6. Einnig er hægt að skrá niðurstöðurnar hér.
Til gamans má segja frá því að 18 tegundir sáust í görðum í fyrra sem er met en 261 skiluðu inn niðurstöðum – þrátt fyrir óhagstætt veður til garðfuglaskoðunar. Samtals voru 7287 fuglar í görðum, flestir starar eða 3294. Síðan vill Fuglavernd minna kattareigendur á að halda köttum sínum inni sérstaklega í ljósaskiptunum þegar fuglarnir eru auðveld bráð.
Það má hafa samband við þessa aðila:
Örn Óskarsson, sími: 846 9783, ornosk@fsu.is
Ólafur Einarsson, sími: 899 9744, olafur.einarsson@gmail.com
Ljósmynd: Gráþröstur og silkitoppa gæða sér á epli. Örn Óskarsson.
Birt:
Tilvitnun:
Fuglavernd „Garðfuglahelgi Fuglaverndar 27. - 30.jan. 2012“, Náttúran.is: 19. janúar 2012 URL: http://nature.is/d/2012/01/19/gardfuglahelgi-fuglaverndar-27-30jan-2012/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 20. janúar 2012