Íslenska Gámafélagið fyrst sorphirðufyrirtækja á landinu til að fá vottaðan umhverfisstaðal
Íslenska Gámafélagið fékk í janúar á þessu ári fyrst sorphirðufyrirtækja úttekt á umhverfisstjórnunarmálum fyrirtækisins. Utanaðkomandi fagaðili, BSI, sem sérhæfa sig í vottun fyrirtækja vottaði einnig gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins. Hluverk BSI er að taka út starfsemi Íslenska Gámafélagsins og vinnuferla.
Íslenska Gámafélagið fékk staðfesta gæðavottunina ISO 9001 og umhverfisstaðailinn 14001. BSI staðfestir þannig vinnubrögð Íslenska Gámafélagsins og að þau séu í stöðugum umbótum og er markmiðið ávallt að bæta vinnuumhverfi, öryggi, þjónustu og umhverfi.
Með þessu skrefi er verið að gera viðskiptavinum og öðrum aðilum ljóst að gæðastefna fyrirtækisins er tekin alvarlega með áherslu á umhverfismál. Með vottuninni er tryggt að viðskiptavinir og aðrir geti reitt sig á að starfsemi fyrirtækisins sé unnin eftir ýtrustu stöðlum og kröfum hvers tíma og sífellt sé leitað leiða til umbóta.
Allt endurvinnanlegt hráefni sem safnað er á starfsstöðvum Íslenska Gámafélagsins um land allt fer í viðurkennt endurvinnsluferli. Hráefni sem fer í Grænu tunnuna er flutt til endurvinnslu hjá viðurkenndum endurvinnsluaðilum. Lífrænn úrgangur sem fer í Brúnu tunnuna hefur verið jarðgerður að undanskildu sex mánaða tímabili var hluti lífræns úrgangs af höfuðborgarsvæðinu var endurunninn á tvennan hátt annars vegar með jarðgerð og hins vegar í formi metanframleiðslu hjá Sorpu bs. Samkvæmt fræðslubæklingi SORPU bs þá segir orðrétt;
„Aðferðin er jafnframt viðurkennd af Umhverfisstofnun sem liður í að draga úr urðun lífræns úrgangs og auka hlutfall endurvinnslu"[1]
Sjón er sögu ríkari
Til enn frekar staðfestingar höfum við ávallt boðið okkar viðskiptavinum og öðrum áhugasömum einstaklingum að heimsækja starfsstöðvar Íslenska Gámafélagsins. Eins og við segjum sjón er sögu ríkari og tökum við vel á móti gestum okkar.
Jón Þórir Frantzson
Forstjóri Íslenska Gámafélagsins
[1] Flokkun og móttaka - úrgangur frá rekstraraðilum. 15. mars 2012. Bls 10. www.sorpa.is.
Birt:
Tilvitnun:
Jón Þ. Franzson „Íslenska Gámafélagið fyrst sorphirðufyrirtækja á landinu til að fá vottaðan umhverfisstaðal“, Náttúran.is: 29. maí 2012 URL: http://nature.is/d/2012/05/29/islenska-gamafelagid-fyrst-sorphirdufyrirtaekja-la/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 1. júní 2012