Náttúran.is fékk umhverfisstyrk frá Landsbankanum
Á mánudaginn leið afhenti Landsbankinn 17 aðilum umhverfisstyrki sem auglýstir höfðu verið lausir til umsóknar í nóvember 2011. Umhverfisstyrkjunum er ætlað er að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar. Styrkirnir byggja á nýrri stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð hans og skyldur í samfélaginu. Sjá nánar í frétt hér.
Eitt af verkefnunum sem fengu styrk var Endurvinnslukort sem Náttúran.is þróar nú í formi snjallsímaforrits en appinu er ætlað er veita upplýsingar um alla endurvinnslumöguleika í landinu og fræða almenning um umhverfisvernd og sjálfbærni.
Fleiri nýjunga er að vænta frá Náttúrunnu á þessu ári en á Degi umhverfisins þ. 25. apríl nk. mun vefurinn fagna 5 ára afmæli sínu og þar með 5 ára ókeypis umhverfisfræðslu fyrir alla. Reyndar rak Guðrún vefinn Grasa-Guddu frá ágúst 2005 svo fréttir um umhverfismál á vef Náttúrunnar ná rúmlega 6 ár aftur í tímann með hátt í 7000 efnisgreinum og fjölda þjónustuliða sem studdir eru af gagnagrunnum með ítarefni yfir þúsundir aðila, vottanir og viðmið, vörur og náttúrugæði.
Meira um Náttúruna og starfsemina hér, og helstu þjónustuliði Náttúrunnar hér.
Ljósmynd: Dr. Guðrún Pétursdóttir, formaður dómnefndar, Guðrún Arndís Tryggvadóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Náttúrunnar og Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúran.is fékk umhverfisstyrk frá Landsbankanum“, Náttúran.is: 15. janúar 2012 URL: http://nature.is/d/2012/01/15/natturan-fekk-umhverfisstyrk-fra-landsbankanum/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 4. mars 2012