Solla enn á ný á lista yfir bestu hráfæðikokka heims
Á undanförnum árum hefur Solla Eiríksdóttir náð miklum vinsældum sem hráfæðikokkur, ekki hvað síst í Bandaríkjunum. Eins og undanfarin ár er Solla tilnefnd í samkepninni um besta hráfæðikokk heims, Raw Vegan Simple Chef og Gourmet Raw Chef, einni virtustu kosningu innan hráfæðiheimsins. Það er mikill heiður fyrir Sollu að vera enn á ný tilnefnd ásamt öllum þeim bestu í faginu og frábært fyrir Íslending að ná svo langt.
Við hvetjum alla þá sem þekkja til matreiðslufærni Sollu að taka þátt í kosningunni. Þú þarft að skrá þig inn og smella á Wote for people (fjólublái takkinn) síðan skrollar þú niður og leitar að Solla Eiriksdottir en hún er listuð í tveim flokkum.
Kosning: www.BestofRaw.net.
Ljósmynd: Solla hráfæðisfrömuður.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Solla enn á ný á lista yfir bestu hráfæðikokka heims“, Náttúran.is: 15. janúar 2012 URL: http://nature.is/d/2012/01/15/solla-enn-ny-lista-yfir-bestu-hrafaedikokka-heims/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.