Borgarstjórn Los Angeles-borgar í Bandaríkjunum samþykkti í gær nánast samhljóða að banna notkun einnota plastpoka í matvöruverslunum.

Talið er að um 2,300 miljarðar plastpoka séu notaðir í borginni árlega. Bannið tekur gildi í áföngum á næstu 16 mánuðum. Sams konar bann er í gildi í um 45 borgum og bæjum í Kaliforníu.

Birt:
25. maí 2012
Höfundur:
Rúv
Tilvitnun:
Rúv „Plastpokar bannaðir í Los Angeles“, Náttúran.is: 25. maí 2012 URL: http://nature.is/d/2012/05/25/plastpokar-bannadir-i-los-angeles/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: