Ræktun á kaffibaunum, terunna og öðrum jurtum sem notaðar eru sem te þarf að vera sem hreinust og náttúrulegust til að tryggja gæði. Einnig ráðast gæðin af því hvernig brennsla, þurrkun, geymsla og pökkun á sér stað.

Lífræn vottun eða umhverfisvottun snýst um allt ferlið frá framleiðslu til pökkunar og tryggir að hvergi hafa verið notuð skaðleg efni og að unnið sé með gæði og umhverfisvernd í huga, samkvæmt ströngum reglum.

Kaffi er framleitt með því að brenna baunir kaffiplöntunnar. Framleiðsla plöntunnar er eins og önnur ræktun ýmist með eða án tilbúinna efna, s.s. áburðar eða skordýraeiturs. Með því að kaupa lífrænt ræktað kaffi getur þú tryggt að þú sért ekki að menga líkama þinn eða umhverfið. Sanngirnisvottun tekur til bæði te- og kaffiframleiðslu og tryggir að fólkið sem framleiðir vöruna vinni við mannsæmandi aðstæður og kjör.

  • Best er að kaupa lífrænt og sanngirnisvottað kaffi.
  • Keyptu þér endingargóða kaffibolla sem þú getur notað aftur og aftur. Það er ekki umhverfisvænt að nota pappírs- eða plastbolla undir kaffið.
  • Ekki er skynsamlegt að kaupa pokate heldur laust eða í pokum eða dollum. En ef þú notar tepoka notaðu þá poka sem brotna niður.
  • Best er að nota síu sem hægt er að nota aftur og aftur eða hella upp te í tekönnu.
  • Notuð telauf og kaffikorgur eru tilvalin í jarðgerðina. Athugið að tepokarnir sjálfir, aðeins telaufin henta í jarðgerð.
  • Hægt er að dreifa kaffikorginum beint í trjábeðin. Þá brotnar hann auðveldlega niður og er auk þess dýrindis áburður.
  • Gaman er að gefa vinum og vandamönnum lífrænt og sanngirnisvottað kaffi. Þannig breiðir þú út boðskapinn. Hvattu til þess á vinnustað að kaffiinnkaupin verði á vistvænum nótum.
  • Ekki hella upp á meira kaffi en þú þarft hverju sinni.
Birt:
25. nóvember 2013
Höfundur:
Náttúran er
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran er „Kaffi og te“, Náttúran.is: 25. nóvember 2013 URL: http://nature.is/d/2007/06/22/kaffi-te/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. júní 2007
breytt: 2. maí 2014

Skilaboð: