Nú er hart í ári hjá smáfuglum sem komst ekki að sverðinum til að tína skordýr og fræ. Þá er gott að gefa þeim í gogginn.

Í verslunum er oftast hægt að kaupa sérstakt fuglafóður og einfalt að dreyfa því þar sem fuglarnir ná til. Ekki er gott að dreyfa fóðri á nýfallna mjöll þar sem það hverfur bara í snjóinn. Eitt ráð er að hnoða kúlur úr steikingarfeiti eða smjöri, helst ósöltu, og fuglafóðri. Ef fuglafóður er ekki til má nota fræ og hnetumulning, soðin grjón, hveitiklíð eða annað þessháttar sem til fellur. Eins finnast fuglum góð epli og eplahýði. Kartöflur sem ganga af við matinn eru kærkomnar.

Mestu skiptir að fóðrið sé gefið á skjólsælum stað þar sem það hverfur ekki í snjóinn. Ekki verra að útsýni sé gott. Bæði þeim til gleði sem gáfu fóðrið og ekki síður til að fuglarnir geti varað sig á óboðnum gestum s.s. köttum, hröfnum, uglum eða öðrum dýrum sem þykja smáfuglar góðir. Þeim má svo gefa annarsstaðar afganga af mat til að draga úr smáfugladrápi þeirra og eins til að sýna þeim sömu gæsku og öðrum.

Birt:
19. febrúar 2014
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Gefum smáfuglunum“, Náttúran.is: 19. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2014/01/28/gefum-smafuglunum/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. janúar 2014
breytt: 19. febrúar 2014

Skilaboð: