Náttúran vill benda sveitar-og bæjarstjórnum á að Náttúran.is útbýr myndtengla inn á Græna Íslandskortið og Endurvinnslukortið í þeirri stærð sem óskað er eftir. Við getum einnig boðið einstaka sveitarfélögum, borgum og bæjum upp á að fá Grænt kort og Endurvinnslukort sérstaklega fyrir afmarkað svæði sem tengist síðan með myndtengli frá heimasíðu viðkomandi sveitarfélags eða bæjar. Einnig bjóðum við upp á að hanna Græn kort í prentúgáfu til dreifingar fyrir þá sem það vilja.

Græn kort, Ísland og ReykjavíkGræna Íslandskortið er samvinnuverkefni Náttúran.is, fjölþjóðlega verkefnisins Green Map® System og Land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands. Græna Íslandskortið birtist á vefnum Náttúran.is. Prentútgáfan Grænt Íslands- og Reykjavíkurkort er dreift ókeypis viða um land.

Endurvinnslukortið er einnig unnið að frumkvæði Náttúran.is og byggir á því að koma á framfæri upplýsingum um hvar hægt er að koma frá sér flokkuðu sorpi og hvað sé tekið við á viðkomandi stað. Við höfum samband við þá sem bera ábyrgð á sorphirðu viðkomandi sveitarfélaga og söfnum gögnum sem við skráum síðan í gagnagrunn Endurvinnslukortið. Næstum allt landið hefur nú þegar verið kortlagt á þennan hátt.

Græna kortið birtist á 5 málum, íslensku, ensku, þýsku, ítölsku og frönsku og Endurvinnslukortið á íslensku og ensku og gefur þannig jafnt innlendum sem erlendum aðilum yfirsýn á það hvað Ísland hefur upp á fjölmarga umhverfisvæna kosti að bjóða í dag.

Hafðu samband á nature@nature.is eða hringdu í síma 483 1500 og kynntu þér hvað Grænt kort og Endurvinnslukortið geta gert til að flýta fyrir sjálfbærri þróun í þínu sveitarfélagi.

Skoða Græna Íslands- og Reykjavíkurkortið.
Skoða Endurvinnslukortið.

Birt:
9. janúar 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Græn kort og Endurvinnslukort fyrir sveitarfélög, borgir og bæi“, Náttúran.is: 9. janúar 2012 URL: http://nature.is/d/2010/06/01/graen-kort-og-endurvinnslukort-fyrir-sveitarfelog-/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 1. júní 2010
breytt: 11. janúar 2015

Skilaboð: