Með svolítilli hagræðingu og snyrtimennsku er hægt að gera hina vistlegustu vinnuaðstöðu í bílskúrnum, þó að hann sé smár. Skúffur, hillur og snagar (naglar) til að hengja verkfæri á, t.d. með teiknuðum útlínum, einfalda mjög alla reglu á hlutunum. Þannig er gott að fylgjast með hvort að verkfæri vanti á sinn stað eða ekki.

Við kaup á verkfærum er gott að muna að kaupa ekki rusl heldur gæði. Það margborgar sig. Hrein og þurr verkfæri eru langlífari. Verkfæri fyrir bílinn og önnur fyrir smíðar eða viðhald ættu að vera á aðskildum stöðum svo ekki fari allt í handaskolun.

Birt:
22. maí 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Verkfæri“, Náttúran.is: 22. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2007/06/21/verkfri/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. júní 2007
breytt: 18. maí 2014

Skilaboð: