Þann 1. janúar sl. tók gildi Reglugerð nr. 1038/2010 um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs.

Náttúran.is beinir þeirri spurningu til Matvælastofnunar, hvernig eftirliti og merkingum á matvörum með erfðabreyttu innihaldi skuli háttað og hvort að enn séu á markaði vörur sem ekki hafa verið merktar skv. hinni nýju reglugerð og ef svo er, hvenær stofnunin muni innleiða merkingarskilduna og hvernig henni verði framfylgt.

Svar Matvælastofnunar verður birt hér á síðunni um leið og það berst.

Samklippa: Varúð erfðabreytt! Nokkrar af þeim fjölmörgu vörutegundum sem innihalda erfðabreytt hráefni. Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
3. janúar 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fyrirspurn til Matvælastofnunar“, Náttúran.is: 3. janúar 2012 URL: http://nature.is/d/2012/01/03/fyrirspurn-til-matvaelastofnunar/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: