Græningja á Bessastaði?
Veita forsetakosningar í vor græningjum tækifæri til að koma málstað umhverfisverndar á framfæri? Eiga græningjar að sameinast um forsetaframbjóðanda? Hverjar yrðu áherslur slíks frambjóðanda? Hver ætti þessi frambjóðandi að vera?
Um þetta verður rætt á opnum fundi í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4 fimmtud. 5. janúar kl. 20:00. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.
Sjá nánar um atburðinn á „Græningja á Bessastaði“ á Facebook.
Birt:
2. janúar 2012
Tilvitnun:
Dominique Plédel Jónsson „Græningja á Bessastaði?“, Náttúran.is: 2. janúar 2012 URL: http://nature.is/d/2012/01/02/graeningja-bessastadi/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.