Eitt stærsta vandamál nútímans er losun gróðurhúsalofttegunda. Ástæðan er sú að gróðurhúsalofttegundir í andrúmsloftinu eins og koltvíoxíð, metan og vatnsgufa valda því að sá varmi sem berst frá sólinni endurkastast ekki aftur út í geiminn, heldur safnast upp í andrúmsloftinu. Þannig myndast eins konar gróðurhús utan um jörðina.
Meðalhiti jarðar hefur þegar hækkað um 0,7°C frá því fyrir iðnbyltingu og fram á okkar tíma. Magn koltvíoxíðs hefur hækkað frá 280 ppm upp í 375 ppm (2005).

Birt:
18. apríl 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Gróðurhúsaáhrif“, Náttúran.is: 18. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/05/16/grurhsahrif/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. maí 2007
breytt: 21. maí 2014

Skilaboð: