Svefnherbergið
Usss.......
Svefnherbergið er sá staður þar sem við hvílumst og öðlumst hugarró. Mikilvægt er að sofa í góðu rúmi því góður svefn er grundvallaratriði bæði fyrir heilsu og vellíðan.
En svefnherbergið er líka persónulegasta rýmið í húsinu. Svefnherbergið ætti því að miðast við að dekra við sálina og gæla við tilfinningarnar.
Umhverfisvæn hugsun passar þar vel við því við erum hluti af umhverfinu sjálfu. Í svefnherberginu skiptir máli að húsgögnin andi ekki frá sér eiturefnum á meðan við sofum. Með því að kaupa umhverfisvæn húsgögn t.d. FSC vottuð eða Svansmerkt erum við um leið að vera góð við okkur sjálf. Föt og önnur vefnaðarvara úr lífrænt ræktaðri bómull, silki, hampi eða hör er tvímælalaust besti kosturinn.
Birt:
Tilvitnun:
Náttúran er „Svefnherbergið“, Náttúran.is: 22. desember 2011 URL: http://nature.is/d/2007/06/25/svefnherbergi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 25. júní 2007
breytt: 13. júní 2014