Svansmekta prentsmiðjan GuðjónÓ fannst við hæfi að bjóða upp á umhverfisvænni jólapappír. Pappírinn er prentaður báðu megin. Á annarri hliðinni skoppar jólakötturinn um örkina og vitnað er í vísur Jóhannesar úr Kötlum um Jólaköttinn. Hin hliðin skartar litríkum teikningum af fatnaði og minnir á að sá fer í jólaköttinn sem ekki fær nýja flík!

Jólapappírinn er gerður í samstarfi við Reykjavík Letterpress sem sá um hönnunina.

Jólapappírinn ber Svaninn og er því góður til endurvinnslu en pappír sem er unninn með metallitum s.s. gyllingu/silfur áferð er ekki hæfur til endurvinnslu og má ekki fara í safngáma heldur þarf að urða hann með tilheyrandi kostnaði og neikvæðum umhverfisáhrifum.

Jólapappírinn frá GuðjóniÓ fæst í prentsmiðjunni Þverholti 13 og í Litlu jólabúðinni Laugavegi 8.

Birt:
10. desember 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Svansmerktur íslenskur jólapappír “, Náttúran.is: 10. desember 2012 URL: http://nature.is/d/2011/12/17/svansmerktur-islenskur-jolapappir-markad/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. desember 2011
breytt: 10. desember 2012

Skilaboð: