Vandana Shiva fyllti Háskólabíó en 300 manns þurftu frá að hverfa
Yfir 1200 manns komust inn í Háskólabíó á fyrirlestur Vandana Shiva í kvöld en 300 manns þurftu frá að hverfa. Vandana Shiva hreif salinn með sér með persónutöfrum og orðræðu sem málaði mynd af stöðunni sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag á áhrifamikinn og auðskiljanlegan hátt. Skilaboðin sem Vandana færði okkur um þá ógn sem stafar af einræktun og líffræðilegum fábreytileika var ógnvænleg en jákvæðnin og eljan og það sem þessi eina kona hefur komið til leiðar í heimalandi sínu fyllti mann trú á að það skipti í raun megin máli hvað einstaklingarnir eru tilbúnir að leggja af mörkum til að ná jafnvægi í lífríkinu á nýjan leik. Hún kom einnig inn á nærtæk dæmi eins og áliðnaðinn og hún furðaði sig á því að Ísland skuli státa af hreinni orku en sólundaði síðan þeirri sömu orku í eins umhverfiseyðileggjandi iðnað og álframleiðsla er þegar á heildarmyndina er litið.
Á vef HÍ má nálgast upptöku í 3 hlutum. Tilvísanir í 2. og 3. hluta er að finna á síðunni.
Helgi Jóhann Hauksson hlóðritaði fyrirlesturinn og má hlýða á þá upptöku hér að neðan:
Vandana Shiva in Reykjavik 2011 by hehau
Ljósmyndir: Frá fyrirlestri Vandana Shiva. Talið að ofan og niður; Vandana Shiva. Vandana Shiva og Kristín Vala Ragnarsdóttir í pallborði. Andrés Arnalds afhendir Vandana Shiva birkifræ til varðveislu í fræbanka sinn. Salurinn fagnar að loknum fyrirlestri.
Ljósm. Einar Bergmundur.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vandana Shiva fyllti Háskólabíó en 300 manns þurftu frá að hverfa“, Náttúran.is: 30. ágúst 2011 URL: http://nature.is/d/2011/08/30/vandana-shiva-fyllti-haskolabio-en-300-manns-thurf/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. desember 2011